Madonna og Hr. Madonna gera mynd

Hin aldraða Madonna ( Dick Tracy ) og eiginmaður hennar, leikstjórinn Guy Ritchie ( Snatch ) ætla sér að gera mynd saman eins og svo títt er um pör í Hollywood. Verður það endurgerð myndinni Swept Away frá árinu 1975 og fjallar hún um ofdekraða, ríka konu (erfitt að sjá Madonnu fyrir sér) sem verður ástfanginn af sjóara sem er kommúnisti á meðan skemmtisiglingu stendur. Ritchie mun skrifa, leikstýra og framleiða myndina í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt, Ska Productions, og munu tökur hefjast um leið og tónleikaferð Madonnu lýkur.