Magic Mike fer aftur á svið

Lánið hefur ekki leikið við „Magic“ Mike Lane. Viðskiptaævintýri fór illa og nú er hann blankur afleysingabarþjónn í Flórída. Þannig hefst myndin Magic Mike´s Last Dance sem kemur í bíó í dag.

Magic Mike's Last Dance (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.2
Rotten tomatoes einkunn 47%

Magic Mike fer aftur á svið eftir langt hlé, eftir að hafa verið svikinn í viðskiptum. Hann endar uppi staurblankur og þarf að vinna fyrir sér sem barþjónn í Flórída. Hann fer nú til London til að taka þátt í allra síðustu sýningunni, eftir að hafa fengið tilboð sem hann ...

Salma Hayek og Channing Tatum taka dansspor.

Hann lætur til leiðast, þegar rík yfirstéttarkona og þokkadís lokkar hann og býður honum gull og græna skóga, og fer með henni til London í dansverkefni sem á að verða það síðasta á þeim ferli hans. Þokkadísin hefur hins vegar sín eigin áform sem Mike veit ekkert um.

Allt er undir og þegar Mike kemst loks að því hvað hún hefur raunverulega í huga vaknar spurningin: Tekst honum – og dönsurunum sem hann þarf að koma í æfingu – að framkvæma það sem þau verða að framkvæma?

Mikilvægt stökkbretti

Fyrri myndin um „Magic“ Mike, sem var frumsýnd 2012, var mikilvægt stökkbretti fyrir Channing Tatum, sem leikur söguhetjuna, og sýndi að honum var fleira til lista lagt en að vera bara sætur strákur fyrir myndavélina.

Teymið á bak við Magic Mike’s Last Dance er hið sama og stóð að baki fyrri myndinni, sem fékk mikið lof. Channing Tatum er hér aftur kominn í titilhlutverkið. Salma Hayek leikur þokkadísina ríku sem lokkar hann til London.

Mikið fyrir augað

Þessi mynd er fyrir augað og ímyndunaraflið og glæsilegir leikararnir gefa því svo sannarlega undir fótinn. Þeir sem nutu fyrri myndarinnar verða sannarlega ekki sviknir af þessari.

Aðalhlutverk: Salma Hayek, Channing Tatum, Caitlin Gerard, Nancy Carroll, Christie-Leigh Emby og Kasey Iliana Sfetsios

Handrit: Reid Carolin

Leikstjórn: Steven Soderberg

Umfjöllunin birtist fyrst í Kvikmyndir mánaðarins, kvikmyndablaði Fréttablaðsins.