Mendes staðfestur í Bond 24?

Svo virðist sem Sam Mendes, leikstjóri James Bond myndarinnar síðustu Skyfall, sé á leiðinni í leikstjórastólinn í næstu Bond mynd, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, en Mendes sagðist þurfa að sinna verkefnum í leikhúsinu m.a. sem komu í veg fyrir að hann gæti tekið að sér næstu Bond mynd.

sam-mendes-daniel-craig-skyfall-slice

Vefsíðan ShowBiz411, segist hafa fyrir því traustar heimildir að Mendes sé búinn að samþykkja að taka að sér að leikstýra næstu Bond mynd, þeirri 24. í röðinni og að hann sé jafnvel að hugleiða að leikstýra þeirri 25. einnig.

Samkvæmt fréttinni þá ætlar Sony að leyfa Mendes að ljúka þeim verkefnum sem eru fyrirliggjandi hjá honum svo hann komist í að leikstýra James Bond.