Murphy ofmetnasti leikari í Hollywood

Eitt sinn var það trygging fyrir góðri aðsókn að bíómynd að hafa gamanleikarann Eddie Murphy í leikarahópnum, eins og var raunin til dæmis með löggugamanmyndaseríuna Beverly Hills Cop   –  en nú er öldin önnur.

Samkvæmt Forbes tímaritinu bandaríska er Murphy nú ofmetnasti leikarinn í Hollywood.

Í blaðinu segir að Murphy, sem hefur leikið í vinsælum myndum eins og Vistaskipti, eða Trading Places, hafi nú náð toppsæti listans af leikkonunni Drew Barrymore.

Listinn er settur saman með því að bera laun leikara saman við tekjur af þeim bíómyndum sem þeir leika í.

„Ferill Murphy hefur hrunið,“ segir í blaðinu, og vísar þar í aðsókn á myndir eins og Imagine That, A Thousand Words og Meet Dave.

 

Stikk: