Það ætti bara að banna Cuba Gooding Jr að leika í kvikmyndum. Hann er einfaldlega svo mikið að leika þannig karaktera sem maður reynir að forðast í raunveruleikanum; ovirka og hávaðasam...
Jerry Maguire (1996)
"Show me the money!"
Jerry Maguire er umboðsmaður íþróttamanna og nýtur mikillar velgengni.
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Jerry Maguire er umboðsmaður íþróttamanna og nýtur mikillar velgengni. Hann er með bestu viðskiptavinina, nýtur virðingar, á fallega kærustu, og allan pakkann. Einn daginn hinsvegar fer hann að efast um tilganginn með þessu öllu saman og stað sinn í lífinu. Hann kemst að lokum að því hvað hann sé að gera vitlaust í lífi og starfi. Hann tekur allar þessa hugsanir upp sem einskonar yfirlýsingu, og telur sig nú vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Til allrar óhamingju þá eru yfirmenn hans ekki eins hrifnir og eftir að þeir eru búnir að taka af honum alla samningana, og henda honum út á stétt, þá situr hann uppi með einn viðskiptavin, sem er ekki sá viðráðanlegasti í bransanum, ruðningsleikmanninn Rod Tidwell, og einu manneskjuna sem trúir á að hann geti endurbyggt líf sitt, kærustuna sína. Hann rekst nú á ýmsar hindranir og hluti sem hann hafði horft framhjá í "fyrra lífi" sínu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leikara í aukahlutveri (Cuba Gooding Jr.) og var tilnefnd til fjögurra annarra (besti leikari, besta klipping, besta mynd, besta handrit)
Gagnrýni notenda (4)
Ágætis afþreyging, varð hinsvegar fyrir töluverðum vonbrigðum því hún var á sínum tíma hlaðin óverðskulduðu lofi bæði gagnrýnenda og almennings. T.d. eru ófáir sem verðskulda Ó...
Virkilega vel gerð mynd, enda er þetta eftir Cameron Crowe, þann sama og gerði snilldarmyndina Almost Famous. Hér fara Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. á kostum í myndinni(Sá seinni fékk Óskar...
Gamansöm og ekki síst stórfengleg stórmynd frá leikstjóranum Camerons Crowe. Ein af vinsælustu kvikmyndum ársins 1997, var tilnefnd til 5 óskarsverðlauna, hlaut þau fyrir meistaralegan leik...


























