Aðalleikarar
Það ætti bara að banna Cuba Gooding Jr að leika í kvikmyndum. Hann er einfaldlega svo mikið að leika þannig karaktera sem maður reynir að forðast í raunveruleikanum; ovirka og hávaðasama leiðindaseggi. Það getur verið að hans karakter sé svona skrifaður, en þá er þetta ekki heppilegur ''leikari'' í það hlutverk. Tom Cruise er ekki að geran neina merkilega hluti heldur, en Það er bara slöppu handriti að kenna. Reyndar fattaði ég ekki alveg hvað myndin fjallaði um, sérstaklega þar sem að hún er svo róleg og hálfsvæfandi.
Ágætis afþreyging, varð hinsvegar fyrir töluverðum vonbrigðum því hún var á sínum tíma hlaðin óverðskulduðu lofi bæði gagnrýnenda og almennings. T.d. eru ófáir sem verðskulda Óskarinn fremur en Cuba Gooding jr. fyrir þetta hlutverk. Myndin er þó yfir meðallagi skemmtun þrátt fyrir allt og Krúsarinn ágætur í aðalhlutverkinu, sem og strákpjakkurinn með gleraugun.
Virkilega vel gerð mynd, enda er þetta eftir Cameron Crowe, þann sama og gerði snilldarmyndina Almost Famous. Hér fara Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. á kostum í myndinni(Sá seinni fékk Óskarinn). Mynd sem er hægt að mæla með.
Gamansöm og ekki síst stórfengleg stórmynd frá leikstjóranum Camerons Crowe. Ein af vinsælustu kvikmyndum ársins 1997, var tilnefnd til 5 óskarsverðlauna, hlaut þau fyrir meistaralegan leik Cuba Gooding, Jr. í hlutverki íþróttakappans Rod Tidwell. Það er stórleikarinn Tom Cruise sem fer með hlutverk Jerrys Maguire, en hann starfar hjá stóru umboðsfyrirtæki og er sérfræðingur í öllu sem lýtur að því að búa til stjörnur úr efnilegum íþróttamönnum. Á nokkrum árum hefur hann náð miklum og góðum árangri í starfi sínu, enda hefur hann notað öll þau brögð sem menn þurfa að kunna ef þeir vilja ná langt í bransanum - þar á meðal þau sem geta vart kallast annað en óheiðarleg. Dag einn gerist eitthvað í kollinum á Jerry Maguire. Skyndilega fær hann svo heiftarlegt samviskubit yfir sýndarmennskunni og peningagræðginni sem einkennir starf hans að hann finnur sig tilneyddann til að skrifa skýrslu um málið þar sem hann leggur m.a. til að fyrirtæki hans skipti um stefnu í þessum málum. Skýrslan vekur óneitanlega mikla athygli hjá stjórnendum fyrirtækisins og öðrum starfsmönnum, en því miður ekki til góðs fyrir Jerry. Hann er rekinn, sumum samstarfsmönnum hans og keppinautum innan fyrirtækisins til nokkurrar ánægju þar sem þeir fá þá í sinn hlut umboð fyrir alla íþróttakappanna sem hann hafði á sínum snærum. Alla nema einn! Sá heitir Rod Tidwell og er hann annars flokks ruðningskappi sem hefur tröllatrú á að hann eigi skilið að verða stjarna á stjörnulaunum, en er að renna út á tíma. Nú hefst nýtt tímabil í lífi Jerrys Maguire sem einsetur sér að vinna fyrir Rod samkvæmt hinum nýju dyggðum og sanna þar með fyrir sjálfum sér og öðrum að hann hafi haft rétt fyrir sér. Vönduð og vel gerð kvikmynd sem ég mæli með og gef þrjár og hálfa stjörnu, sérstaklega fyrir handritið, fyrir leik Cruise og Gooding og ekki síst nýstirnisins Renée Zellweger sem er að gera það gott í Hollywood "þetta er hennar fyrsta mynd" og síðast en ekki síst fyrir leikstjórn Crowe. Góð og eftirminnileg kvikmynd í alla staði