Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Æi þetta er ágætis vitleysa. Myndin byrjar ekkert sérstaklega vel en batnar bara. Auðvitað helsta myndin aðallega uppi á leikrunum en ekki handriti eins og maður bjóst við, ef maður er ekki með sérstakar væntingar er þetta hin fínasta mynd.
Mjög skemmtileg gamanmynd með óþekktum leikurum á sínum tíma sem allir eru orðnir stórstjörnur. Fraser Sandler og Buscemi eru í hljómsveit og reyna allt til að fá lag með hljómsveit þeirra spilaða og brjóstast inná útvarpsstöð og halda öllum gíslingu, með vatnsbyssum sem líkjast alvöru byssum, sandler er hálfaumingjalegur í þessari mynd en þetta er drepfyndin mynd og góð byrjun hjá ungum efnilegum leikurum(á þeim tíma) allt kemst svo upp þegar vatnsbyssurnar fara að leka, en þeir fengu lagið sitt spilað, plötusamning, fangelsisvist og heimsfrægð fyrir vikið, brilljant mynd
Fín mynd með endalausum stjörnum sérstaklega eru margir Saturday Night Live gaurar en ekki er nóg að hafa bara það. Þrír rokkarar ræna radíóstöð til þess að láta fólk hlusta á sína músík. Þannog er söguþráðurinn kanski ekki sá besti en er einfaldur. Ég gef henni eina stjörnu fyrir leikarahópinn og eina fyrir hvað myndin getur verið lúmsk og hálfa fyrir grín. Ég veit að myndin lítur ekkert sérlega vel út á hulstrinu en hún er nokkuð þess virði.
Steve Buscemi, Brendan Fraser og Adam Sandler fara á kostum í þessari mynd sem fjallar um 3 vini sem eru í hljómsveit sem reynir að fá að spila eitt laga sinni í útvarpi með sprenghlægilegum hætti!
Heldur þunnildisleg grínmynd um hljómsveit sem reynir að fá spilun á einu laga sinna í útvarpi. Rokksveitin "Lone Rangers" endar svo með lögguna á hælunum og gerir læti. Ekkert mannskemmandi svosem, en langt frá því að vera nokkuð spes.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Fox
Tekjur
$5.751.882
Aldur USA:
PG-13