Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hudson Hawk 1991

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

For this cat burglar, nine lives may just not be enough. / Catch the excitement. Catch the laughter. Catch the Hawk.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 17
/100

Eddie Hawkins, sem kallaður er Hudson Hawk, er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa verið þar í tíu ár, og ætlar að eyða því sem eftir er af lífi sínu sem heiðarlegur maður. En þá er hann kúgaður til að stela málverkum eftir Leonardo da Vinci, og ef hann neitar, þá verður vinur hans Tommy drepinn.

Aðalleikarar

Vanmetin? Ójá!
Ég hafði ekki heyrt neitt nema slæma hluti um þessa mynd í mörg ár og þ.a.l. forðaðist ég hana eins og heitan eldinn. Hudson Hawk hefur vægast sagt slæmt orð á sér og varla hjálpa Razzie-verðlaunin mikið til. Loks kom að því eitt kvöldið þegar úrvalið var frekar dautt á leigunum, að ég tók sénsinn á þessari ræmu. Ég bjóst algjörlega við því versta, en það sem ég fékk er eins og rothögg á hausinn. Myndin var nefnilega hátt í frábær! Algjör grínþvæla frá A-Ö og húmorinn var allan tímann meðvitaður um sjálfan sig og sama má segja um öll kjánalætin.

Myndin er svo yfirdrifin að það er varla hægt að lýsa því. Þetta er sennilega einhver yfirdrifnasta hasar-gamanmynd síðustu áratugi, og það er auðséð hvers vegna fólk á til með að hata hana. Hún er alls ekki fyrir hvern sem er. Bruce Willis virðist vera að skemmta sér stórkostlega vel, og hans frammistaða er bráðskemmtileg til áhorfs. Danny Aiello er líka skondinn þarna og Andie McDowell er svo kjánaleg en samt hefur hún aldrei verið jafn þolanleg.

Myndin flæðir líka vel og er aldrei langt á milli heimskulegra brandara... sem virka! Mér fannst þeir allavega virka því ég var hlæjandi nánast út alla myndina. Hudson Hawk er algjör cult-mynd að mínu mati, og sorglega vanmetin. Þetta er kjána-húmor í orðsins fyllstu merkingu og skopmyndafílingurinn kemst vel til skila. Ég vona innilega að þeir sem ekki hafa séð myndina fórni 90 mínútum og gefi henni séns.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bruce Willis er hér í hlutverki fyrrverandi fanga sem er neyddur til að stela verkum eftir Leonardo da vinci á Ítalíu. Myndin er fyndin og horfanleg og Willis og félagar skila sínu vel en ég var ekki að fatta gaurinn sem David Caruso lék. Hvernig til dæmis vissi hann um bláa vírinn? Af hverju fór hann af og til í einhverja grímubúninga? Og af hverju sagði hann aldrei neitt? Afskaplega dularfull sögupersóna. Allavega, myndin er krydduð með allskonar smáatriðum og góðum bröndurum og skríður rétt fyrir ofan meðallag. Ég splæsi því á hana tveimur og hálfri stjörnu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd! Ég sá hana fyrst á HBO síðan aftur seinna - myndinn er hrein snilld og gefur manni positift áhorf á Renaissance tímabilið. Frábærlega vel leikinn og mjög vel gerð en tapar hálfri stjörnu fyrir ýmsa litla hluti, en meðan við tímabilið sem myndinn er gerð ætti myndinn að fá 4 sjörnur.Þrír og hálfir þumalputtar up till Hudson Hawk!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kolsvartur húmor í mynd um atvinnuþjóf sem er nýkominn útúr fangelsi og lendir strax í vandamálum. Sumir brandararnir eru klassískir og verða betri og betri. Sumar hugmyndirnar eru ægilega sýrðar eins og t. d. nammigengið og öll þessi lög. Óþokkarnir allir eru allsvakalegir karekterar með mismunandi skoðanir á öllum málum. Góð mynd sem hefur sloppið vel úr minnum manna en er samt ein af þessum sem ég get horft á aftur og aftur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mest fyndin ! Skil ekki af hverju hún fékk svo ömurlega dóma á sínum tíma. I giggled my way through this one. Willis brilliant, handritið snilld. Danny Aiello frábær. Bara snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn