Náðu í appið
My Giant

My Giant (1998)

"A comedy of incredible proportions."

1 klst 43 mín1998

Umboðsmaður í Hollywood sem má muna sinn fífil fegri, fer á tökustað kvikmyndar í Rúmeníu til að vera með eina viðskiptavini sínum, fyrrverandi blaðbera.

Rotten Tomatoes22%
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Umboðsmaður í Hollywood sem má muna sinn fífil fegri, fer á tökustað kvikmyndar í Rúmeníu til að vera með eina viðskiptavini sínum, fyrrverandi blaðbera. En þegar hann kemur þangað þá segir strákurinn að hann sé kominn með betri umboðsmann, og rekur hann. Umboðsmaðurinn er nú mjög niðurdreginn og þvælist um sveitir landsins þar til hann missir stjórn á bíl sínum og hvolfir honum út í tjörn, þar sem hann hefði líklega drukknað ef ekki hefðu skyndilega birst tvær risastórar hendur sem draga hann út úr bílnum. Hann vaknar nokkru síðar í klaustri og uppgötvar að honum var bjargað af 2.13 metra háum manni. Nú sér hann gróðavon í þessu fyrir sig, og fer nú að skoða hvernig hægt sé að fara með risann heim til Bandaríkjanna og koma honum í kvikmyndirnar. Risinn hefur bara áhuga á að komast til Gallup til að hitta æskuástina. Fyrst reddar umboðsmaðurinn litlu hlutverki í mynd sem er tekin í Rúmeníu, sem dugar til að borga fyrir þá flugmiðann heim. Þá fer hann með hann til Las Vegas þar sem hann sannfærir Steven Seagal um að nota risann í einhverja af sínum hasarmyndum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Castle Rock EntertainmentUS
Face ProductionsUS

Gagnrýni notenda (1)

Hundleiðinleg mynd. Ekki veit ég hvað Crystal var að pæla í að leika í þessari þvælu. Risinn á að halda sig í körfuboltanum og hlífa okkur við frekari kvikmyndaleik. Þetta er slök m...