Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er alltaf svo gaman þegar manni er komið á óvart! Final Analysis er mynd sem virðist í fyrstu vera heldur ómerkileg erótísk spennumynd í anda Basic Instinct og Fatal Attraction, a.m.k. gefur hulstrið á videospólunni ekki annað til kynna. Sannleikurinn er samt sá að Final Analysis er stórgóður sálfræðiþriller í anda Hitchcocks. Richard Gere leikur sálfræðing sem verður ástfanginn af hinni gullfallegu Heather Evans (Kim Basinger) sem er systir sjúklings hans, Diönu (Uma Thurman). Heather er gift ruddalegum glæpamanni (Eric Roberts) og við vitum öll að svona mixtúra getur ekki leitt neitt gott af sér. Morð eru framin, persónur eru ekki allar þar sem þær eru séðar og myndavél Phil Joanous missir stjórn á sér og útkoman er alveg hreint ofsalega góð og skemmtileg mynd. Gallinn við hana er einfaldlega sá að hún er allt of flókin. Síðasti klukkutíminn fer í það að leysa úr öllum flækjunum og trúið mér þegar ég segi að það birtist ný flækja í hverju atriði þessa klukkutíma. Sumir gætu talið þetta of mikið af hinu góða, en ég er svo hrifinn af svona handritum og myndum þar sem öll smáatriði skipta máli og það sem virtist ómerkilegt í byrjun reynist vera vendipunktur myndarinnar í lokin. Þetta er stórgóður þriller sem ég mæli svo sannarlega með.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Home Video
Kostaði
$32.000.000
Tekjur
$28.590.665
Aldur USA:
R