Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Myndin er fyrirsjánaleg og barnaleg en það er hægt að hafa gaman að henni upp að vissu marki. Enginn snilld ekki heldur eins mikil hörmung og ég hafði búist við. Ekki mynd sem maður horfir á með félögunum, kanski stelpu. Gleymist fljótt ekkert vera eyða pening í þessa mynd kíkið heldur á hana þegar hún er sýnd á stöð 2.
She´s All That er mjög góð grínmynd og hentar fyrir alla aldurshópa. Leikararnir eru mjög góðir og passa alveg í hlutverkin.
Þessi mynd var nokkuð góð en týbísk unglingamynd sem fjallaði um strák sem var vinsælasti strákurinn í skólanum og var ný hættur með kærustunni sinni ( hún hætti með honum ) en hún var vinsælasta stelpan í skólanum. Eftir að hún hættir með honum ( fyrir annan strák ) segir hann við besta vin sinn að ef hann myndi byrja með einhverri stelpu þá myndi hún verða vinsælust í skólanum ( sama hvaða stelpa það myndi verða ). Þessi mynd er mjög skemmtileg og fyndin og á hún skilið þessar tvær og hálfa stjörnu.
Þetta er allt í lagi mynd, en ekki mikið meira. Þokkalega leikin og að sjálfsögðu með góðan endi. Ef þið eruð ekki mjög tímabundin þá er í lagi að eyða kvölstund í þessa.
She´s All That er leiðinleg, Freddie Prinze Jr. er lélegur leikari, myndin er of óraunverleg.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
www.facebook.com/ShesAllThatMovie
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
21. maí 1999
VHS:
22. september 1999