Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ofsalega falleg mynd. Hún fjallar um það að allsstaðar þar sem við erum eru englar í kringum okkur sem hjálpa okkur og styðja andlega. Þeir sjá líka um að sækja okkur þegar við deyjum. Nicholas Cage leikur svoleiðis engil í þessari mynd. Einn daginn er hann sendur til þess að sækja hjartveikan mann. Maðurinn er á skurðarborðinu hjá lækni nokkrum, leiknum af Meg Ryan. Þegar sjúklingurinn hennar deyr á borðinu hjá henni verður Meg alveg miður sín. Nicholas veitir henni andlegan stuðning. Það er eikkað skrítið samt. Honum finnst hann finna fyrir tengslum við hana og ákveður að gera sig sýnilegan fyrir henni. Mér finnst hugmyndin á bakvið myndina alveg rosalega góð. Myndin er ekki beint skemmtileg. Hún er svona blanda rómantík, sorg og fegurð.
Góð, rómantísk, sorgleg. Fyrir þá sem eru viðkvæmir, takið endilega með ykkur vasaklúta. Þessi mynd snertir alveg hjartarætur. Góðir leikarar. Endar vel en sorglega.
Já, já, svona allt í lagi mynd EN það bara gerðist ekki neitt. Ef þú getur ekki sofnað þá skaltu skella þessari mynd í tækið. Samt er þetta voðalega sæt mynd en á köflum er allt eitthvað svo vandræðanlegt. Nicholas Cage er góður í myndinni en Meg Ryan er alls ekki sannfærandi sem læknir, hún er allt of saklaus til þess að vera læknir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
24. júlí 1998
VHS:
7. desember 1998