Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég fékk Lemony Snickets a series of unfortunate events lánaða hjá vini mínum Bjarna Benediktssyni(sem einning gaf þessari mynd góða dóma) þá bjóst ég við klisjukenndri og barnalegri Hollywood mynd því að trailerinn lofaði ekki góðu og ég er ekki mikill Jim Carrey fan því hann er ofleikur og er ýktur og bara pirrandi oftast en þessi kom mér heldur betur á óvart og ég mundi segja að þessi væri besta ævintýramynd ársins á eftir Harry Potter and the Goblet of fire.
Eins og ég sagði þá hélt ég að ASOUE(stytting)væri klisjukennd og mjög barnaleg Hollywood mynd með Jim Carrey sem mundi ofleika einum of mikið en hún er það ekki. Þessi kvikmynd er vel gerð,flott og mjög skemmtileg og er aðeins myrk,skuggaleg og illgjörn eins og Tómas sagði. Leikstjórnin var góð,handritið skemmtileg en sumar samræðurnar eru þó barnalegar,myndin er vel gerð og end creditið í endanum er með því flottasta sem ég hef séð og leikmyndin er frábær. Ef eitthvað er hægt að setja út á þá er það að fáeinar tæknibrellurnar hafi verið lélegar og leikurinn hafi ekki verið góður sérstaklega hjá Liam Aiken og Emily Browning sem leika systkinin Klaus og Violet. Jim Carrey var ágætur sem count Olaf en mér finnst að Johnny Depp hefði verið tilvalinn í þetta hlutverk og mér finnst að maður hefði átt að vera hræddur við hann því hann er sannkallað illmenni en það varð maður ekki. Meryl Streep var ekki góð sem Josefine frænka barnanna. Jude Law fór á kostum sem Lemony Snicket höfundur bókanna. Tvíburasysturnar Shelby og Kara Hoffman fara algjörlega á kostum sem litla systirin Sunny. Myndin fjallar um þrjú systkini. Sú elsta heitir Violet og er 14 ára uppfinningarmaður og mjög góð í því,Klaus er á sama aldri og Violet og er bráðgáfaður og lestrarhestur og hefur lesið allar bækurnar í bókasafni foreldra sinna. Yngsta barnið heitir Sunny og er bara smábarn sem finnst ekkert skemmtilegra en að bíta hluti. Foreldrar þeirra deyja í bruna og setrið þeirra brennur við jörðu. Þau þurfa að búa hjá frænda sínum Olaf greifa sem er vill ekkert meira en peninga barnanna og svífst einskis til að fá þá. Mæli með þessari fyrir þá sem eru fyrir ævintýra myndir,Harry Potter og bækurnar sem myndin er byggð á.
Þessi mynd er alveg ágætis fjölskyldu mynd. En mér hún stundum Þreitt!. Hun fjallar um þrjú systkin sem missa foreldra og Fara að búa hjá fjarskyldum frænda sínum Count olaf(Jim Carrey) sem er ekki alveg þar sem hann er séður!. Jim Carrey gerir mikið fyrir myndina en leikur náttúrulega eins og hann gerir í hveri einustu mynd!.
Þessi mynd er mjög góð fjölskyldumynd ég mæli með þessari en hún fjallar um þrjú börn, eina stelpu sem er hálfgerð vísindastelpa og strákurinn sem getur lesið allar alfræðibækur án þess að gleyma sem gerðist í henni og hin litla stelpan getur bitið í allt. Ég mæli með þessari......
Þetta var ömurlegasta mynd sem ég hef séð.Það er ekkert að gerast í henni og hún er bara léleg og ekki eða peningum í han a með því að leiga hana á spólu.Hvet engan til að sjá hana.
Ég hef lesið fyrstu fimm bækurnar í bókaflokknum (þær eru 13 en ekki 3 eins og var nefnt hér fyrr) en myndin er byggð á fyrstu þremur. Mér finnst bækurnar algjör snilld og það er gaman að lesa sögur þar sem allt er ekki bara hamingja og kærleiksbirnirnir út í gegn. Reyndar held ég að þeir sem hafa lesið bækurnar hafi meira gaman af þessari mynd en þeir sem ekki hafa gert það.
Ég bjóst aldrei við að Jim Carrey myndi ná að leika Count Olaf jafn vel og hann gerði og það er auðvitað stór partur af myndinni. Krakkarnir standa sig líka vel þó að ég sé pínu ósáttur að Klaus hafi ekki notað gleraugu í myndinni.
Handritið er soldið skrítið, nánast ekkert kom úr 2. bókinni og þetta gerist allt í skrítinni tímaröð, en heppnast engu að síður mjög vel.
Eins og allir ættu að þekkja fjallar myndin um Baudelaire systkinin sem verða skyndilega munaðarlaus og neyðast til að búa hjá frænda sínum Ólafi greifa (Count Olaf) sem vill ekkert með þau hafa og vill bara fá arfinn sem foreldrar þeirra létu eftir sig.
Ég er mjög sáttur við þessa mynd, vel heppnuð yfirfærsla frá bók(um) yfir á hvíta tjaldið annað en svo margt sem er gert nú til dags.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Vefsíða:
www.unfortunateeventsmovie.com
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
14. janúar 2005
VHS:
30. maí 2005