Náðu í appið
Once Were Warriors

Once Were Warriors (1994)

"Her only chance for the future is to embrace the power of her past. / A family in crisis, a life in chaos... Nothing is more powerful than a mother's love."

1 klst 39 mín1994

Myndin gerist í þéttbýli í Auckland í Nýja Sjálandi og segir sögu Heke fjölskyldunnar.

Rotten Tomatoes93%
Metacritic77
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin gerist í þéttbýli í Auckland í Nýja Sjálandi og segir sögu Heke fjölskyldunnar. Jake Heke er ofbeldisfullur maður sem lemur eiginkonu sína reglulega þegar hann dettur í það, en elskar hana og fjölskylduna samt sem áður mjög mikið. Myndin nær yfir nokkurra vikna tímabil í lífi fjölskyldunnar og sýnir þegar Jake gerist ofbeldisfullur og hvaða áhrif það hefur á fjölskylduna. Yngsti sonurinn á í útistöðum við lögregluna og gæti endað á upptökuheimili, á meðan eldri sonurinn er um það bil að fara að ganga í götugengi. Dóttir Jake á einnig við alvarlegan vanda að stríða, sem er lykilatriði í söguþræði myndarinnar.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Avalon StudiosNZ
New Zealand Film CommissionNZ
NZ on AirNZ
Fish Entertainment

Verðlaun

🏆

Vann til fjölda verðlauna um allan heim, m.a. valin besta erlenda myndin af áströlsku kvikmyndaakademíunni og besta myndin í Nýja Sjálandi, en þar fékk hún alls 9 verðlaun. Vann einnig áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í Hollandi.

Gagnrýni notenda (2)

Þessi mynd sýnir okkur inn í vítisheim fjölskyldna sem þurfa að þola ofbeldi af einhverjum ástæðum eða er misboðið alvarlega. Söguþráð myndarinnar er hægt að færa upp á alla vest...

Ég verð að viðurkenna það að mér leiðist oft á tíðum breskar myndir en þessi mynd er í sérflokki. Once were warriors byggir á samnefndri og afar umdeildri skáldsögu Alan Duff. Sagan ...