Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Once Were Warriors 1994

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Her only chance for the future is to embrace the power of her past. / A family in crisis, a life in chaos... Nothing is more powerful than a mother's love.

99 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 77
/100
Vann til fjölda verðlauna um allan heim, m.a. valin besta erlenda myndin af áströlsku kvikmyndaakademíunni og besta myndin í Nýja Sjálandi, en þar fékk hún alls 9 verðlaun. Vann einnig áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í Hollandi.

Myndin gerist í þéttbýli í Auckland í Nýja Sjálandi og segir sögu Heke fjölskyldunnar. Jake Heke er ofbeldisfullur maður sem lemur eiginkonu sína reglulega þegar hann dettur í það, en elskar hana og fjölskylduna samt sem áður mjög mikið. Myndin nær yfir nokkurra vikna tímabil í lífi fjölskyldunnar og sýnir þegar Jake gerist ofbeldisfullur og hvaða áhrif... Lesa meira

Myndin gerist í þéttbýli í Auckland í Nýja Sjálandi og segir sögu Heke fjölskyldunnar. Jake Heke er ofbeldisfullur maður sem lemur eiginkonu sína reglulega þegar hann dettur í það, en elskar hana og fjölskylduna samt sem áður mjög mikið. Myndin nær yfir nokkurra vikna tímabil í lífi fjölskyldunnar og sýnir þegar Jake gerist ofbeldisfullur og hvaða áhrif það hefur á fjölskylduna. Yngsti sonurinn á í útistöðum við lögregluna og gæti endað á upptökuheimili, á meðan eldri sonurinn er um það bil að fara að ganga í götugengi. Dóttir Jake á einnig við alvarlegan vanda að stríða, sem er lykilatriði í söguþræði myndarinnar.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd sýnir okkur inn í vítisheim fjölskyldna sem þurfa að þola ofbeldi af einhverjum ástæðum eða er misboðið alvarlega. Söguþráð myndarinnar er hægt að færa upp á alla vestræna menningarheima. Karlinn alki, konan lætur bjóða sér að vera barinn, krakkarnir ekki að standa sig með sálarlífið í molum. Jake er húsbóndi á sínu heimili og gerir það sem hann vill án tillits til annara fjölskyldumeðlima. Heldur brjáluð drykkjupartý, lætur börnin sín gjörsamlega vera afskiptalaus. Hann á það til að vera almennilegur en það endar alltaf illa. Myndin inniheldur hræðileg ofbeldisatriði, EKKI fyrir viðkvæma. Myndin er svakaleg
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að viðurkenna það að mér leiðist oft á tíðum breskar myndir en þessi mynd er í sérflokki. Once were warriors byggir á samnefndri og afar umdeildri skáldsögu Alan Duff. Sagan segir frá örlögum fjölskyldu af kynstofni maoría, sem voru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Hjónin Jake og Beth, sem verið hafa gift í 18 ár og eiga fimm börn, búa í félagslegri íbúð í umhverfi Aukland, stærstu borgar Nýja-Sjálands. Jake er mjög skapillur og vöðvafjall mikið og á það til að lemja konu sína. Þetta er SICK mynd og ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

03.06.2019

Bond...James Bond x 24

Bond mynd nr. 25 er á döfinni og til stendur að frumsýna hana 8. apríl árið 2020. Allt frá 1962 hefur þessi njósnari á vegum hennar hátignar trekkt að og haldið dampi þrátt fyrir miklar þjóðfélagslegar breytingar, byltingu í...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn