Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd sýnir okkur inn í vítisheim fjölskyldna sem þurfa að þola ofbeldi af einhverjum ástæðum eða er misboðið alvarlega. Söguþráð myndarinnar er hægt að færa upp á alla vestræna menningarheima. Karlinn alki, konan lætur bjóða sér að vera barinn, krakkarnir ekki að standa sig með sálarlífið í molum. Jake er húsbóndi á sínu heimili og gerir það sem hann vill án tillits til annara fjölskyldumeðlima. Heldur brjáluð drykkjupartý, lætur börnin sín gjörsamlega vera afskiptalaus. Hann á það til að vera almennilegur en það endar alltaf illa. Myndin inniheldur hræðileg ofbeldisatriði, EKKI fyrir viðkvæma. Myndin er svakaleg
Ég verð að viðurkenna það að mér leiðist oft á tíðum breskar myndir en þessi mynd er í sérflokki. Once were warriors byggir á samnefndri og afar umdeildri skáldsögu Alan Duff. Sagan segir frá örlögum fjölskyldu af kynstofni maoría, sem voru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Hjónin Jake og Beth, sem verið hafa gift í 18 ár og eiga fimm börn, búa í félagslegri íbúð í umhverfi Aukland, stærstu borgar Nýja-Sjálands. Jake er mjög skapillur og vöðvafjall mikið og á það til að lemja konu sína. Þetta er SICK mynd og ég mæli með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Zealand Film Commission
Vefsíða:
www.finelinefeatures.com/warriors/
Aldur USA:
R