Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Die Another Day 2002

(James Bond 20)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. nóvember 2002

Events don't get any bigger than...

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin hefst í Norður Kóreu þar sem Bond er svikinn og handsamaður. 14 mánuðum síðar er honum sleppt, og í skiptum fá Kóreumennirnir Zao, sem MI6 leyniþjónustan handsamaði. Þegar Bond er aftur kominn til síns heima þá fer hann að eltast við Zao. Hann flækist inn í leynimakk sem milljónamæringurinn Gustav Graves er viðriðinn. MI6 fulltrúinn Miranda Frost... Lesa meira

Myndin hefst í Norður Kóreu þar sem Bond er svikinn og handsamaður. 14 mánuðum síðar er honum sleppt, og í skiptum fá Kóreumennirnir Zao, sem MI6 leyniþjónustan handsamaði. Þegar Bond er aftur kominn til síns heima þá fer hann að eltast við Zao. Hann flækist inn í leynimakk sem milljónamæringurinn Gustav Graves er viðriðinn. MI6 fulltrúinn Miranda Frost þykist vera vinur Graves. Bond er boðinn til kynningar sem Graves heldur um gervihnött sem getur varpað öflugum leysigeisla. Bond þarf að stöðva þennan brjálæðing með bandarískum kollega sínum, Jinx. Á meðan Bond reynir að stöðva Graves og Zao, mun hann komast að því hver sveik hann?... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd er hin fínasta skemmtun. Hún nær að toppa myndirnar TWINE og TND. Lee Tamahori er leikstjóri sem ég fór að fíla eftir að ég sá Mulholland Falls. Og kemur hann með mjög ferska Bond mynd. Byrjunaratriði þessarar Bond myndar fannst mér mjög sniðug hugmynd hjá Lee að gera. Og er það virkilega flott byrjunaratriði. Pierce Brosnan er ávallt jafn svalur í hlutverki Bonds og er það mjög leitt að hann er hættur í hlutverkinu. Halle Berry er einnig allt í lagi. Flott að sjá hana í endurgerðu atriði úr fyrstu Bond myndinni, og virkar það atriði mjög flott og passar hún akkúrat í það atriði. Svo er einnig gaman að sjá okkar fagra land í einu af endaatriðunum í myndinni. Stórkostlegt að sjá. En gallarnir eru líka til staðar. Leikararnir sem leika skúrkana fannst mér ekki nógu góðir. Hefðu mátt gefa mun meira í hlutverk sín en þau gera. Svo eru brellurnar stundum of augljósar. En það sem böggaði mest var Theme Songið að þessari mynd. Lag Madonnu, þótt að það sé allt í lagi, passar engan veginn fyrir Bond myndina. Allavega, hin fínasta Bond mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Die Another Day.

Ekki nógu góð mynd af mínu mati. Ég man það vel þegar að ég var að lesa bíómyndasíðurnar í Mogganum einn sunnadagsmorgun (reyndar man ég ekki hvenær ég las þetta ákveðna Morgunblað).

Ég sá þessa rosalegu grein um komandi James Bond mynd þá átti myndin að heita Beond the Ice sem væri náttúrulega miklu betra nafn en hið heilalausa Die Another Day sem gæti verið nafn á McBain mynd (sjá Simpsons þættina). Allavega ég fór á þessa mynd, fullt af hasaratriðum sem maður gat vel skemmt sér yfir en samt sem áður vantaði eitthvað ... þetta eitthvað var söguþráðurinn sem algerlega hvarf vegna of mikilla hasaratriða. Söguþráðurinn er eitthvað á þessa vegu: Geðsjúkur miljarðamæringurinn (hinn ótrúlega pirrandi Gustaf Graves) reynir að taka yfir öll völd í heiminu með eitthverjum risastórum spegli út í geimnum. Þessi risastóri spegill gengur undir nafninu Icarus (sem margir ættu að kannast við úr sögunni um grikkjann hann Icarus sem bjó til vaxvængi en flaug of nálat sólinni).

Annar slæmur hlutur í þessari mynd er Jinx, aðal kvennmaðurinn í myndinni sem er mjög pirrandi persóna með lélegar línur eins og þessar :

Zao: Who send you?

Jinx Your mama!

Ég meina hvað er þetta???

Annar slæmur punktur: Í þessari mynd er enn og aftur ísland sett upp sem kaldasta land á jörðinni, það byggir vondi kallinn íshöll ... Common! Íshöll? Hvílík vitleisa.

Í heildina: Þetta er algerlega plotlaus hasarmynd sem minnir ekkert á hinn klassíska Bond (Brosman er þó alltaf jafn svalur þó yfir fimmtugt sé kominn). Fólk sem hefur gaman af þessum of algengu myndum nú til dags þar sem endalaus bardagaatriði og hasar er við stjórn og nánast enginn söguþráður ... en hei hver pælir í söguþráðum bíómynda nú til dags þetta er 21. öldin?

Of fáir myndi ég segja og ég ætla rétt að vona að næsta Bond mynd verði betri ... en eins og ég sagði áðan þá ættu hasarmynda aðdáendur sem er sama um söguþráðinn eftir að skemmta sér konunglega yfir þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pierce Brosnan sannar að hann ætti að hætta sem Bond og gefa yngri mönnum séns. Halle Berry er algjörlega ekki Bond-stelpu týpan en John Cleese klikkar ekki. Söguþráðurinn er fínn fyrri hluta myndarinnar en seinni hlutinn er langdreginn og leiðinlegur. Gaman var að heyra að Ísland myndi koma fram í þessari mynd en hvernig það er notað er ömurlegt. Demantanáma fuss og svei! Tónlistin er fín en kommon. Það vantar smá gamla og góða Bond-takta í þetta. Það er gefin upp ranghugmynd af N-Kóreu og en eitt af fáum góðum atriðum er þó atriðið í byrjuninni sem gerist í N-Kóreu.

Sorglegt er að segja að þessi mynd er hörmung.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður verður víst að vera með hér og fjalla um hina íslensku bond mynd, ég er ekki aðdáðandi bond myndana en varð að kíkja á þessa af því ég fékk boðsmiða, sá ekkert merkilegt við hana og endurspeglaði hún ekkert íslenskt nema númaeraplötu á bíl vúhú algjör snilld og mjög góð landkynning, nú er bara að byggja snjóhúsið í myndinni og græða smá pening
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég fór á þessa mynd bjóst ég ekki við miklum þar sem ég hafði orðið fyrir svo vonbrigðum með the world is not eonugh.

En ég varð ekki fyrir vonbrigðum með Die another die en það fór fór þó svoldið í taugarnar á mér atriðin með Ísland þau voru svo gervileg en þetta er samt allt í lagi að sjá einu sinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn