Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

On Her Majesty's Secret Service 1969

(James Bond 6)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

James Bond is back!

142 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 61
/100
George Lazenby var tilnefndur til Golden Globe sem efnilegasti nýliðinn.

James Bond þarf hér að eltast við Ernst Stavro Blofeld, og nýtur aðstoðar Draco. Eltingarleikurinn berst til Sviss þar sem hann verður að þykjast vera Sir Hilary Bray til að komast að illum ráðagjörðum Blofelds. Þar sem Blofeld heldur til er öflug gæsla, fjöldi varðmanna, auk þess sem samverkakona Blofelds, Irma Bunt, stendur vaktina. Nú er spurningin,... Lesa meira

James Bond þarf hér að eltast við Ernst Stavro Blofeld, og nýtur aðstoðar Draco. Eltingarleikurinn berst til Sviss þar sem hann verður að þykjast vera Sir Hilary Bray til að komast að illum ráðagjörðum Blofelds. Þar sem Blofeld heldur til er öflug gæsla, fjöldi varðmanna, auk þess sem samverkakona Blofelds, Irma Bunt, stendur vaktina. Nú er spurningin, hvaða illu áform hefur Blunt.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ég hef verið að skoða svolítið gagnrýni frá öðrum kvikmyndaáhugamönnum til þess að sjá hvað öðrum finnst um þessa mynd, og eru þó nokkuð margir sem segja að þetta sé besta bond-myndin og að George Lazenby hafi verið langbesti Bondin.
Ég bara get engan vegin verið sammála þeim.
Í fyrsta lagi þá er þetta langt í frá því að vera besta bond-myndin.
Hún er altof langdregin.
Það tekur myndina klukkutíma bara á því að byrja.
Fyrsta klukkutíman í myndini gerist nefnilega ekki neitt, það er ekki fyrr en í seinni hluta myndarinnar sem að eitthvað fer að gerast. Bardagaatriðin minna mann svo á eldgamlar Kung Fu myndir frá Hong Kong.
Klippingin í myndini er gersamlega fáránleg og sést best í hversu fáránleg hún er í bardagaatriðunum.
Hinsvegar verð ég að vera samála þeim sem segja að George Lazenby hafi verið góður sem James Bond, því það er ekki hægt að setja neitt út á hann, og hreinlega synd að hann skuli ekki hafa samþykkt að leika í fleiri Bond-myndum.
En í heildina er þessi mynd alsekki nógu góð, af Bondara að vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki besta James Bond myndin en þetta er samt ekki léleg mynd. Söguþráðurinn er góður fínn húmor en myndin er ömurlega klippt en samt fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar Albert R. Broccoli og félagar byrjuðu að gera On Her Majesty's Secret Service ákvað Sean Connery að hann hafði fengið nóg. Hann hafði leikið Bond í fimm myndum á jafn mörgum árum og ákvað að taka sér hlé. En hver átti að leika Bond? Roger Moore hafði verið komið til greina á undan Sean Connery en hann var bundin þáttunum The Saint. Maðurinn sem var fenginn var George Lazenby, ástralskt módel. George er ágætur sem Bond en hann reynir að stæla Sean Connery of mikið svo hann nær eiginlega ekki að gera sín eigin einkenni. Framleiðendurnir höfðu líka áhyggjur af því hvort fólk mundi vilja sjá Bond mynd án Sean Connerys, það var meira að segja ákveðið að hafa ekki venjulega opnunar atriðið með laginu sem gert var fyrir myndina, í staðinn er Bond stefið spilað og brot úr fyrri myndunum sýnd. En We got all the time in the world er samt spilað oft í kvikmyndinni sjálfri. Það var líka tekið upp atriði sem sýndi Bond fara í aðgerð sem mundi skýra útlitsbreytinguna en það var klippt burt(sem betur fer). En þrátt fyrir meðal Bond nær On Her Majesty's Secret Service að vera ein besta, ef ekki sú besta myndin í James Bond seríunni.


Það er mikið gert útá ástina í myndinni, þetta er eina myndin sem Bond verður ástfanginn, konan sú er Tracy(Diana Rigg), dóttir glæpaforingjans Draco (Gabriele Ferzetti). Draco vill endilega að Bond giftist henni og býður honum meira að segja milljón pund í skiptum fyrir það. Bond hafnar tilboðinu en þrátt fyrir það ganga þau í það heilaga seinna í myndinni. Það er mikið gert útá samband þeirra og það er eitt af því sem fólk var ekki hrifið af, það var ekki það sem það bjóst við af hasar seríunni.


Aðalsöguþráður myndarinnar er um Blofeld (Telly Savalas). Hann hefur búið til hættulegan vírus í rannsóknarstofunni sinni efst uppá fjalli í Sviss, í skiptum fyrir að breiða vírusnum ekki í bretlandi vill hann að allir fyrri glæpir hans verða gleymdir. Bond heimsækir rannsóknarstofuna og þrátt fyrir að hafa hitt Bond í You Only Live Twice þá kannast Blofeld ekkert við hann, kanski er það útaf því að George Lazenby er ekkert líkur Sean Connery? En það kemst upp um Bond á endanum og þá byrjar aðal spennan í myndinni.


Í myndinni eru mörg bestu action atriði Bond myndanna, Bond klifrar niður hluta fjalls á vírnum sem heldur uppi skíðaliftum, Bond og Blofeld renna niður fjallið á langsleða meðan þeir skiptast á skotum, snjóflóð, þyrlur og fleira. Atriðin eru líka frábærlega leikstýrð af Peter Hunt, hann ákvað að taka þau upp einsog action atriði eiga að vera tekin upp, á tvöföldum hraða.


Þrátt fyrir gæði myndarinnar kolféll hún(á Bond mælikvarða) í kvikmyndahúsum. George sast í helgan stein og Connery kom aftur, þó bara í eitt skipti.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flestir meðlimir James Bond aðdáendaklúbbsins í Bretlandi munu vera sammála um ágæti kvikmyndarinnar On Her Majesty’s Secret Service og telja hana til bestu myndanna um njósnara hennar hátignar. Það kemur líka ekki á óvart, enda er framleiðslan öll vandvirknisleg og handritið í samræmi við bókina. Það eina, sem hægt er að setja út á myndina, er heldur stirðbusaleg framsögn George Lazenbys á köflum enda með öllu óreyndur leikari, en hann venst sem á líður og sýnir meira að segja stórgóðan leik, er hann leggur á flótta frá bækistöðvum Blofelds eftir miðja mynd. Það er miður, að Lazenby skuli hafa hafnað samningnum um að leika í fleiri Bond myndum eftir þessari, því hann reyndist mun betri en arftakinn Roger Moore í hlutverkinu. Hasaratriðin eru jafnframt þau bestu, sem sést hafa í Bond myndum bæði fyrr og síðar. Takið sérstaklega eftir Cougarinum, sem er æðislegur í myndinni. Einhverja hluta vegna var myndin stytt um 15 mín. þegar hún var fyrst færð yfir á myndband, en árið 1995 var hún sem betur fer gefin út á ný í réttri lengd, enda skýrðust þá margir lausir endar í söguþræðinum. Ástæða er því til að vara við eldri útgáfum af myndinni á myndbandsspólum. Sömuleiðis er ástæða til vara við þeim eintökum, sem ekki eru á breiðtjaldsformi widescreen, enda er myndramminn á kvikmyndatjaldinu nýttur út í æsar í stórglæsilegri kvikmyndatöku. Það gefur auga leið, að þegar 50% myndflatarins hafa verið skorin burt, er myndin handónýt. Það er því með ólíkindum, að breiðtjaldsútgáfunni skuli hafa verið hafnað, þegar myndin var sett á markað hér á landi með íslenskum texta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein albesta Bondmyndin að mínu og margra annara mati. Lazenby var eftir þessa mynd boðinn 6 mynda samningur sem hann því miður hafnaði...og við sátum uppi með Roger Moore. Bókinni fylgt vel eftir, glæsileg myndataka (sjáið breiðtjaldsútgáfuna) og Telly Savalas langflottasti Blofeldinn. Mynd sem sagan hefur ekki farið vel með en stendur fyllilega - og vel rúmlega það - fyrir sínu. Inniheldur einn eða reyndar tvo af flottari skíðaeltingaleikjum kvikmyndanna, skemmtilega byssubardaga, bílaeltingaleiki og fullt af fallegum konum...hvað þarf meira?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn