Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög góður Bondari. Dalton skilar sínu hlutverki ágætlega, en mér fannst hann þó aldrei finna sig neitt sérstaklega vel í hlutverkinu (Of drungalegur eiginlega). Aðrir karakterar eru skemmtilegir og valinn góður hópur leikara í sín hlutverk. Fyrir mikla Bond aðdáendur þá tapast með þessari mynd einn af fastakarakterunum hann Felix Leiter, sem í raun hefur elst illa í gegn um myndirnar. Það er líka gaman að sjá Del Toro í hlutverki hjálparkokks vonda mannsins. Greinilegt að manninum var ætlað að verða stjarna.
Besta Bond myndin í tvo áratugi. Timothy Dalton er sem fyrr hörkugóður í hlutverki Bonds og eru beibin Carey Lowell og Talisa Soto með þeim flottari í seríunni. Robert Davi sem suður-amerískur eiturlyfjabarón er sömuleiðis einn af eftirminnilegustu skúrkum hennar, en Bond segir skilið við bresku leyniþjónustuna til að leita hefnda á honum. Enda þótt ekki hafi verið notast við titil frá Bond sögunum hans Flemings í þessu tilfelli, er handritið klárlega byggt að hluta á bókinni Live and Let Die. Sjáið endilega breiðtjaldsútgáfuna.
Bond mynd sem sker sig úr. Bond yfirgefur leyniþjónustu hennar hátignar með látum til að eltast við dópbaróninn Sanchez, sem hafði myrt Felix Leiter, sem við þekkjum úr öðrum Bond-myndum, í hákarlasnakk. Dalton fer með Bond mun nær bókunum en hinn hundleiðinlegi fyrirrennari hans, Roger Moore, og er bráðskemmtilegur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$32.000.000
Tekjur
$156.167.015
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. ágúst 1989