Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

The Living Daylights 1987

(James Bond 15)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The new James Bond... living on the edge.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Njósnarinn James Bond á að skipuleggja liðhlaup sovésks herforingja. Þegar herforinginn er tekinn aftur til fanga af Sovétmönnum, þá fer Bond að rannsaka afhverju samverkamaður Koskov hershöfðingja var sendur til að myrða hann. Ferð Bonds heldur áfram til Afghanistan, þar sem hann verður að mæta vopnasalanum Brad Whitaker.

Aðalleikarar


Það var svo sannarlega kominn tími til að senda Moore á eftirlaun og fá annan betri leikara í hlutverk ofurnjósnara breska heimsveldisins. Timothy Dalton er hörkugóður sem James Bond, enda túlkun hans augljóslega sótt til bókanna, þar sem hann var bæði karlrembusvín og skíthæll. Þrátt fyrir það verður myndin að teljast nokkuð mistæk, því aulafyndni í anda Moore myndanna skemmir fyrir auk mýgrúts mistaka, svo sem að beibið í skemmtisnekkjunni í upphafsatriðinu skyldi ekki taka eftir því, þegar herjeppi sprakk í tætlur svo að segja beint yfir henni rétt áður en Bond lenti þar heilu og höldnu í fallhlíf. Endirinn er sömuleiðis einn sá bjánalegasti, sem ég hef séð, en þar streyma afganskir skæruliðar beint frá heimalandi sínu á fund Bonds og yfirmanna hans í óperuna í Lundúnum, allir alvopnaðir og enn í fullum skæruliðaskrúða. Hvernig í ósköpunum komust þeir þangað frá flugvellinum þannig til fara? Joe Don Baker er auk þess vægast sagt slakur í hlutverki aðalskúrksins og Jeroen Krabbé hefur oft verið betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn