Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Thunderball 1965

(James Bond 4)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 7. febrúar 1970

Look Out! Here Comes The Biggest Bond Of All!

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir brellur. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.

Hryðjuverkasamtökin SPECTRE ræna tveimur kjarnorkusprengjum og hyggjast kúga fé út úr Atlantshafsbandalaginu og hlýtur 007 þá miklu ábyrgð að koma í veg fyrir þá illu ráðagerð. Kjarnorkusprengjurnar eru í þotu sem hefur verið rænt. Þegar um borð í þotuna er komið blómstrar rómantíkin er hann hittir hina leggjalöngu Domino. Aðalóvinur Bonds í myndinni... Lesa meira

Hryðjuverkasamtökin SPECTRE ræna tveimur kjarnorkusprengjum og hyggjast kúga fé út úr Atlantshafsbandalaginu og hlýtur 007 þá miklu ábyrgð að koma í veg fyrir þá illu ráðagerð. Kjarnorkusprengjurnar eru í þotu sem hefur verið rænt. Þegar um borð í þotuna er komið blómstrar rómantíkin er hann hittir hina leggjalöngu Domino. Aðalóvinur Bonds í myndinni er hinn illi og eineygi Emilio Largo, sem hyggst valda eyðileggingu og dauða og lagsmanna Bonds. En Bond er ekki vinalaus, við hlið hans standa fyrrnefnd hin íðilfagra Dominic "Domino" Derval og CIA-njósnarinn, Felix Leiter, sem er Bond iðulega til halds og trausts þegar gefur á bátinn. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis Bondari en frekar langdregin, það hefði verið hægt að klippa 30 min af þessari mynd og þá hefði þetta getað orðið góður Bondari.
Það er reyndar aðeins of mikið af klisjum í þessari mynd sem dregur hana líka svolítið niður.
En engu að síður þá er þetta Bond mynd þar sem að Sean Connery leikur 007 og því verður þetta ágætis ræma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Næst besta Bond mynd Connerys af mínu mati en svolítið langdreginn á köflum en Connery myndirnar hafa eitthvað sem hinar hafa ekki og mér finnst þær svolítið betri.

Nú þarf Bond að kljást við hryðjuverka samtökin Specter(sem voru óvina samtökin í öllum Connery myndunum)sem ræna kjarnorkuvopnum og vilja fá lausnargjald annas þá sprengja þeir upp nokkrar stórborgir sem þeir velja af handahófi og ekki skemmir það fyrir að illmennip Largo býr á strandar paradís og Bond fellur fyrir hjákonu hans

Domino(Claudine Auger) sem er einhverskonar Honey Rider eftir herma.

Sjáið þessa ef þið fílið gömlu Connery myndirnar en á tíma bili er myndin aðeins langdreginn en það er skemmir samt ekkert fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd . Hér snýr besti Bond leikari allra tíma aftur úr fyrri myndum um þennan uppáhalds njósnara hennar hátignar og þarf nú að kljást við hryðjuverkasamtökin Spectra sem ræna kjarnorku oddum frá Nato , og enn einu sinni þarf Bond aðbjarga heiminum . Sá sem leikur Largo er mjög góður og Connery er óaðfinnanlegur . Mér finnst titillagið með Tom Jones ekki gott en það skiptir ekki máli myndin er frábær eins og flestar Bond myndir . Mjög góð mynd sem allir spennu og Bond mynda aðdáendur ættu að hafa séð eða verða að sjá .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hryðjuverkasamtökin Spectra ræna tveim kjarnorkusprengjum úr fórum Englendinga og hóta að sprengja þær í hvaða borg sem er í heiminum nema þau fái greidda svimandi háa upphæð í óslípuðum demöntum innan skamms. James Bond er eins og allir aðrir starfsmenn bresku leyniþjónustunnar sendur út af örkinni til að finna kjarnorkusprengjurnar og hafa sem fyrst hendur í hári hryðjuverkamannanna. Hann kemst fljótlega í kynni við fegurðardísina Domino Claudia Auger og fjárhaldsmann hennar, Emilio Largo Adolfo Celi, sem hann grunar með réttu, að standi að baki ránsins og hótunarinnar. Thunderball er með bestu Bond myndunum, enda hefur hún allt, sem til þarf. Connery er sem fyrr stórgóður í hlutverki Bonds og Claudia Auger með glæsilegustu leikkonum seríunnar. Thunderball var ennfremur fyrsta Bond myndin, sem tekin var í Panavision, en fyrir vikið er vart horfandi á hana á myndbandi nema hún sé á breiðtjaldi widescreen. Never Say Never Again frá árinu 1983 var óþörf endurgerð af Thunderball og nú hefur heyrst, að einhverjir framleiðendur í Hollywood hafi í hyggju að kvikmynda hana í þriðja sinn, enda þótt enn sé ekki orðið ljóst hvort af því verði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn