Enda þótt Octopussy sé ein skásta James Bond mynd Roger Moores, hefur hún elst fremur illa og getur vart talist annað en miðlungs góð. Kemur þar margt til. Aulahúmor í anda Moonraker mynda...
Octopussy (1983)
James Bond 13
"James Bond's all time high."
Octopussy hefst á því að leyniþjónustumaður er myrtur með falsað Fabergé-egg í fórum sínum.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Octopussy hefst á því að leyniþjónustumaður er myrtur með falsað Fabergé-egg í fórum sínum. James Bond er settur í málið og uppgötvar fljótt að maðkur er í mysunni sem aldrei fyrr. Bandbrjálaður og grimmlyndur indverskur prins, Kamal Khan, sem er lunkinn við að svindla í kotru, reynist tengja rússneska dýrgripinn við hinn illa og geðveika hershöfðingja Orlov sem hyggst koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni með því að sprengja kjarnorkusprengju í flugherstöð NATO í Vestur-Þýskalandi, svo mjög mislíkar honum afvopnunarferli Sovétríkjanna sálugu. Orlov er einmitt einn af hinum sígildu óvinum Bond, yfirlýstur harðlínukommúnisti sem vill þó ekkert meir en meiri gróða sér til handa. Í baráttu sinni gegn hinum illu Orlov og Kamal Khan nýtur Bond aðstoðar hinnar dularfullu Octopussy, smyglaradrottningar sem fellur fyrir njósnaranum ráðagóða, en er sjálf ekkert lamb að leika sér við.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Gagnrýni notenda (2)
Ein af skárri myndum þessa sorglega hnignunartímabils Bond-sögunnar, þ.e. þegar Moore fékk að leika hann. Leikur Moore, eða skortur þar á, ásamt næfurþunnum söguþræði skemma fyrir, e...





















































