Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Goldfinger 1964

(James Bond 3)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Miss Honey and Miss Galore Have James Bond Back For More!

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 99% Critics
The Movies database einkunn 87
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur. Tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir besta lag. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.

James Bond tekst hér á við milljarðamæringinn og einræðisherrann Auric Goldfinger. Goldfinger hefur skipulagt hrun vestrænna efnahagskerfa. Bond verður að hindra Goldfinger í að gera allt gullið í Fort Knox geislavirkt. Í myndinni nýtur Bond aðstoðar flugmannsins Pussy Galore og tekst á við hinn kóreska Oddjob. Oddjob verður konu að bana í myndinni með því... Lesa meira

James Bond tekst hér á við milljarðamæringinn og einræðisherrann Auric Goldfinger. Goldfinger hefur skipulagt hrun vestrænna efnahagskerfa. Bond verður að hindra Goldfinger í að gera allt gullið í Fort Knox geislavirkt. Í myndinni nýtur Bond aðstoðar flugmannsins Pussy Galore og tekst á við hinn kóreska Oddjob. Oddjob verður konu að bana í myndinni með því að þekja líkama hennar með gulli og kæfa hana þannig. Oddjob á hatt sem hann notar til þess að drepa fólk með því að varpa honum eins og svifdisk í háls fórnarlambsins. Goldfinger er þybbinn og hrottafenginn glæpamaður sem kemur nær í veg fyrir að Bond njóti áfram sömu hylli kvennanna með vel staðsettri geislabyssu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Ein allra besta Bond myndin sem komið hefur út, ef ekki sú besta.
Titillagið í þessari mynd er líka eitt frægasta bond lagið, og svo er nú ein allra frægasta setning úr Bond mynd í þessari mynd,
Bond: Do you expect me to talk?
Goldfinger: No Mr. Bond, I expect you to die!
Þessa Bond mynd er hægt að horfa á aftur og aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati, besta Bond myndin í seríunni. Virkilega athyglisverður vondi kall, flott Bond gella og svo auðvitað eitilsvalur Bondinn sjálfur. Og mikið af action. Sean Connery er langbesti Bondinn og sýnir það með þessari mynd og öllum hinum Bond myndunum sem hann lék í. 4 stjörnur tvímælalaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Goldfinger er hreinasta snilld sem allir verða að sjá. Hér glímir bond við Auric Goldfinger sem er gullóður náungi. SJÁIÐ ÞESSA MYND Sean Connery er bestur með Pierce og hann skapar hér geðveikan Bond...........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Allra besta Bond-myndin og skipar sig líka í hóp einna bestu mynda allra tíma. Það sem gerir einhvern vegin einstaka er handritið. Það erallt fullt af yndislegum fröum eins og Do you expect me to talk no mr, Bond I expect you to die, sem er af mínu mati ein alflottasta setning kvimyndasögunnar. hvert einasta atriði kemur með eitthvað nýtt og byltingr og ef það kemur ekki hefur það skemmtanagildi. Stór framför í sögu kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Goldfinger er að mínu mati besta James Bond mynd sem komið hefur út til þessa. Sean Connery leikur James Bond 007, njósnara hennar hátignar í æsi spennandi atriðum. Þessi mynd hefur allt sem góð spennumynd hefur uppá að bjóða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn