Náðu í appið
1
Bönnuð innan 12 ára

Moonraker 1979

(James Bond 11)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

From the most exotic locations on Earth, MOONRAKER will take you out of this world!

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 66
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir brellur.

James Bond er nú sendur út í geim. Geimskipi sem er á ferð um geiminn er rænt, og Bond þarf að hafa hraðar hendur til að finna út úr því hver er á bakvið þetta dularfulla hvarf geimskipsins. Hann byrjar að rannsaka þá sem hönnuðu geimskipið, Drax Industries, og þá sérstaklega aðalmanninn, Hugo Drax. Á ferðum sínum þá hittir Bond Dr. Holly Goodhead... Lesa meira

James Bond er nú sendur út í geim. Geimskipi sem er á ferð um geiminn er rænt, og Bond þarf að hafa hraðar hendur til að finna út úr því hver er á bakvið þetta dularfulla hvarf geimskipsins. Hann byrjar að rannsaka þá sem hönnuðu geimskipið, Drax Industries, og þá sérstaklega aðalmanninn, Hugo Drax. Á ferðum sínum þá hittir Bond Dr. Holly Goodhead og rekst aftur á hinn stáltennta Jaws, sem hann þurfti að glíma við í síðustu mynd. ... minna

Aðalleikarar


Það er mjög leiðinlegt að sjá stórgóðar seríur falla í grýttan jarðveg enda er Moonraker alversta Bond-myndin kannski fyrir utan Live and let die en só. Moonraker var gerð í kjölfar vnsælda Star Warsog Star Trek þannig að það var komið að Bond að spreyta sig í vísindaskáldskapnum en þessi mynd misheppnaðist hryllilega þrátt fyrir góða frammistöðu fagmanna en einnhvern vegin nær hæun allsekki þessum yndislega Sjarma Bond-myndanna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Moonraker var gerð árið 1979, þegar Star Wars var rétt komin úr bíó og það átti að fara að frumsýna Star Trek: The Motion Picture, Albert R. Broccoli ákvað að fresta að gera Bond myndina For Your Eyes Only og vera með í Sci-Fi æðinu. Útkoman varð Moonraker. Moonraker varð vinsælasta Bond myndin og græddi um 202 milljónir dala, met sem varð ekki brotið fyrr en Goldeneye kom út 16 árum síðar.


Moonraker kom á eftir The Spy Who Loved Me og er lík henni á margan hátt. Jaws (Richard Kiel) stendur nátturulega uppúr, vinsælasti vondikarlinn sem hefur verið í Bond mynd. Það var víst nokkuð margir sem skrifuðu undir undirskriftarlista til að fá hann aftur. Jaws er eins og hann var í The Spy Who Loved Me stór og sterkur með járntennurnar sínar en hann eignast reyndar kærustu núna og talar nokkur orð. Aðalvondikarlinn er líka mjög svipaður Stromberg, núna heitir hann Hugo Drax og er leikin af Michael Lonsdale, Drax minnir mann mikið á Adolf Hitler, hann vill fara í geiminn með fullt af fólki, fólki án allra galla. Eiða öllu mannkyninu fara svo aftur á jörðina og skapa nýja heimsbyggð. Stromberg vildi gera svipað nema hafa allt undir sjávarmáli.


James Bond, leikin af Roger Moore í fjórða skipti, fær hjálp frá NASA vísindamanni núna Dr. Holly Goodhead (Lois Chiles). Bond fær að gera marga skemtilega hluti, í byrjuninni er honum hent útúr flugvel, án þess að hafa fallhlíf svo fær hann að fljúga geimflaug. Myndin er yfirfull af frábærum tækni- og sjóbrellum, þá sérstaklega í endaatriðunum sem gerast útí geimnum og í geimstöðinni hans Drax(sem er mjög svipuð geimstöðinni í 2001: A Space Odyssey). Það koma líka fram í myndinni nokkur atriði úr vinsælum vísindaskáldsögum, t.d. er hljóðið sem kemur úr hnappaborðinu til að komast inn í skrifstofu Drax lagið sem geimverurnar spiluðu í Close Encounters of the Third Kind og lagið úr 2001 kemur oftar en einu sinni fram. Mörg atriðana eru svoldið asnaleg segja margir en þetta er auðvitað bara James Bond ævintýri. Helvíti gott James Bond ævintýri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er ágætis skemmtun, en ekki með þeim bestu James Bond Myndum, söguþráðurinn er dálítið frumlegur miðað við aðrar Bond Myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Kvikmyndin Moonraker er furðulegt fyrirbæri. Bókin var látin lönd og leið að undanskildum titlinum og nafni aðalsöguhetjunnar og fáránleg endaleysa spunnin í staðinn um geimskutluhvarf, sem endar með alls ófyndinni stjörnustríðsskopstælingu. Broccoli hefur greinilega ætlað sér að græða á velgengni fyrstu stjörnustríðsmyndarinnar, sem þá halaði inn stjarnfræðilegar upphæðir í tekjur, með því að framleiða James Bond geimmynd í teiknimyndasögustíl fyrir dæmigerða þrjúbíósýningargesti, er láta sig gæði og glóru engu varða og borga sig inn á nánast hvaða hasar sem er. Niðurstaðan varð bæði furðulegasta og versta James Bond kvikmynd seríunnar og verður það met vonandi aldrei slegið. Þó væri fyrsta klukkutíma myndarinnar ekki alls varnað, ef fyrirbærið Skolti yrði klippt út í heild ásamt vondu hasaratriði úr Feneyjum og sú heimska fyrirgefin, að erkifjandi myndarinnar hefði getað flutt heilan evrópskan skóg með sveitarsetri, þorpum og öllu tilheyrandi inn í miðja eyðimörk einhvers staðar í Norður-Ameríku. Franska skapgerðarleikaranum Michael Lonsdale tekst vel upp sem moldríkur ‚Hitler‘, sem á sér þann draum æðstan að kynbæta mannkynið og drottna yfir því. Bond beibin Lois Chiles og Corinne Clery eru sömuleiðis með þeim betri úr Bond myndunum og meira að segja Moore sýnir smá leiktilþrif sem njósnari hennar hátignar í fyrri hlutanum. Ekkert af þessu dugar þó til að hefja myndina upp í eina stjörnu, slík er endaleysan, heimskan og húmorleysið. Mistök tröllríða líka myndinni eins og þegar Corinne Clery klæðist ýmist sandölum eða háum dökkum leðurstígvélum á flótta sínum undan morðóðum Doberman hundum erkifjandans í evrópska skóginum, sem hann flutti yfir Atlantshafið. Það er lýsandi fyrir myndina, að þetta skuli vera besta atriði hennar. Myndin hefur sömuleiðis eina verstu leikkonuna, sem sést hefur á hvíta tjaldinu, þ.e. unnustu Skolta. Moonraker er því framan af slæm, en frá því er Bond heldur til Brasilíu um miðbik myndarinnar, verður hún sannkallaður kalkúnn. Geta þessi ósköp í raun talist sönn Bond mynd? NEI Varist hana, meira að segja á breiðtjaldinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án nokkurs efa í mínum huga langversta Bondmyndin. Framleiðandinn, Albert Broccoli, vildi feta í fótspor Star Wars og útkoman er slík að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Geimskutlu er stolið í flutningum og Bond sendur að grúska. Þá kemst hann að því að einn ríkasti maður heims, Hugo Drax, ætlar að eyða heiminum og nema geiminn. Svipað og í næstu mynd á undan, The Spy Who Loved Me, nema þar var það hafið. Synd og skömm að einni bestu Bond-bókinni skuli vera hreinlega nauðgað og þessi vitleysa gerð. Lesið frekar bókina, hún er miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn