Náðu í appið
The World Is Not Enough

The World Is Not Enough (1999)

James Bond 19

"Danger. Suspense. Excitement. There must be when he's around."

2 klst 8 mín1999

Þegar breski olíumógúllinn og vinur M, Sir Robert King, er drepinn í sprengjuárás í höfuðstöðvum MI6 leyniþjónustunnar, þá fær James Bond það verkefni að vernda...

Rotten Tomatoes51%
Metacritic57
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlíf

Hvar má horfa

Söguþráður

Þegar breski olíumógúllinn og vinur M, Sir Robert King, er drepinn í sprengjuárás í höfuðstöðvum MI6 leyniþjónustunnar, þá fær James Bond það verkefni að vernda dóttur hans og erfingja, Elektra. Renard, maður sem getur ekki fundið til sársauka vegna þess að hann er með byssukúlu í höfðinu, virðist leika stórt hlutverk í skemmdarverki á byggingu nýrrar olíuleiðslu sem King er að byggja, en með henni getur hann veitt olíu til alls heimsins til allrar framtíðar. Allar þrjár olíuleiðslurnar sem keppa við hann, enda allar í Istanbul, en King leiðslan er lögð annarsstaðar, og er því auðvelt skotmark fyrir nafnlausa hryðjuverkamenn. James Bond, án þess að vilja það sjálfur, slæst í lið með Dr. Christmas Jones, og þau komast að því að það er meiri hætta í loftinu en einungis skemmdir á olíuleiðslunni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

EON ProductionsGB

Gagnrýni notenda (19)

★★★★☆

The world is not enough er 19 Bond mynd MGM en það voru tvær aðrar gerðar af öðru fyrstæki en þær voru taldar rosalega slakar,Casino Royale(sem nú er verið að endurgera og never say never...

★☆☆☆☆

Ég hef verið Bond aðdáandi síðan ég sá mínu fyrstu bond-mynd og þá var ég 4 ára gamall og síðan þá hef ég verið bond aðdáandi og því miður er þetta leiðinlegasta bond myndin ...

James Bond myndirnar eru mjög góðar og líka með mjög góðum leikurum. The World Is Not Enough er ógeðslega góð mynd sem fjallar um hinn heimsinnsfræga njósnara James Bond 007(Pirce Brosn...

Hér er á ferðinni ein albesta Bondmynd sem gerð hefur verið og keyrslan í henni er svo mikil að ekki kemur dautt augnablik því að það líða varla 5 mínútur á milli sprenginga og spennu...

Hreint út sagt ömurleg. Hérna er Bond orðin einhver He-Man. Ýktar sprengingar og gamlir frasar notaðir til þess að lífga upp á lélegan leik sem virkar ekki og endar í tómri þvælu.

James Bond "007" njósnari hennar hátignar snýr aftur í þessari nítjándu kvikmynd Broccoli-fjölskyldunnar um hið eina sanna kvennagull. Pierce Brosnan er hér í þriðja sinni í hlutverki nj...

Er það nú hörmung, ég sé eftir því að hafi lagt af stað í bíóið og keypt mér miða á 650 kr. Bond stúlkan í þessari mynd kann ekki að leika, eini maðurinnn sem er flottur er Q. Þ...

The name is Bond, James Bond hefur verið eitt af aðaleinkennum Bond-mynda. Mitt álit á þessum frasa er bara hreint út sagt frábær frasi. Denise Richards tekur sig illa út sem kjarnorkueðlisf...

Toppleikarar hafa alltaf einkennt Bond myndirnar. Pierce Brosnan í essinu sínu sem Bond eins og alltaf. Brosnan er verðugur arftaki Sean Connerys sem Bond. Bond hefur alltaf fylgt svakaleg ringulre...

Jæja þá! James Bond er kominn enn og aftur að bjarga heiminum í þessari 19. Bondmynd. Bond er áreiðanlega langlífasta persóna kvikmyndasögunnar en þessi mynd olli mér vonbrigðum þar sem...

Hörkuspennandi mynd og fullt af hasar. Góð fyrir þá sem fíla Bond. Vavalaust eitt besta Bond myndin að mínu mati. Bond er alltaf Bond.

Þessi mynd olli mér miklum vonbrigðum, enganvegin nógu góð bond mynd! Eithvað er það sem vantar í þessa mynd þó ég geti ekki alveg komið auga á það, hún er enganveginn að virka á ...

Þessi mynd er ömurleg eins og flestar James Bond myndirnar. Ekki er Pierce Brosnan mikil bót og myndin er eitt alsherjar kjaftæði. Ég ætla ekki að vera að eyða fleiri orðum í þessa mynd.

Svakalega var þetta góð Bond mynd, jafnast jafnvel á við bestu myndirnar frá sjöunda áratugnum eða allavega hátt í það. Pierce Brosnan er svo sannarlega rétti maðurinn í hlutverki Bond...

Alveg bráðskemmtileg ræma og býsna keimlík hinnum tveim Brosnan Bondmyndunum. Byrjunaratriðið reyndar dettur fullmikið út í Roger Moore-dellu á köflum en er þó býsna velviðunandi. Hún...