Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

For Your Eyes Only 1981

(James Bond 12)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

No one comes close to JAMES BOND 007

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 69% Critics
The Movies database einkunn 54
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda lag: Bill Conti og Michael Leeson; "For Your Eyes Only"

Í myndinni “For Your Eyes Only” er heimsbyggðin enn á ný í hættu og enn og aftur eru Rússarnir óvinir. James Bond kemur til sögunnar og bjargar málum. Bond þarf á ný að treysta á eigið innsæi og hæfileika til að bjarga heiminum. Leikurinn berst til Grikklands og þar kynnist Bond stúlkunni Melinu Havelock sem á harma að hefna. Hún telur að illmennið... Lesa meira

Í myndinni “For Your Eyes Only” er heimsbyggðin enn á ný í hættu og enn og aftur eru Rússarnir óvinir. James Bond kemur til sögunnar og bjargar málum. Bond þarf á ný að treysta á eigið innsæi og hæfileika til að bjarga heiminum. Leikurinn berst til Grikklands og þar kynnist Bond stúlkunni Melinu Havelock sem á harma að hefna. Hún telur að illmennið Kristatos, Nasisti og gagnnjósnari í síðari heimsstyrjöldinni, hafi drepið foreldra sína. Bond er einmitt að eltst við sama illmennið og Melina gengur til liðs við hann.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Með For Your Eyes Only var stigið skref í rétta átt frá hörmunginni Moonraker, en þau hefðu alveg mátt verða fleiri. Heiti myndarinnar er fengið frá smásagnasafni, sem kom út á íslensku undir heitinu Áhætta eða dauði, og var upphaflega skrifað fyrir sjónvarpsmyndaþáttaröð, er átti að framleiða í upphafi sjöunda áratugarins, en aldrei varð neitt af. Enda þótt kvikmyndin For Your Eyes Only sé öllu gáfulegri en Moonraker, ber hún þess samt merki, að aðstandendurnir hafi ekki verið vissir um hvers konar mynd þeir hafi ætlað að gera. Í henni má finna vel gerð spennuatriði eins og í smyglbækistöðinni í Albaníu, en víða annars staðar er andlaus aulafyndni alltof fyrirferðamikil. Tónlistin skemmir líka mikið fyrir, sérstaklega í hasaratriðunum, enda þótt titillagið sé alveg þolanlegt. Bondbeibið Carole Bouquet rétt sleppur frá sínu, en sögur hafa lengi gengið um það í fjölmiðlum, að hún hafi eitt sinn verið karlmaður. Lynn-Holly Johnson er hins vegar mun færari á skautunum sínum en á leiksviðinu, enda hefur lítið frést af henni á hvíta tjaldinu eftir þetta. Á stöku stað örlar fyrir viðunandi leik hjá Roger Moore, einkum þó í Albaníuhlutanum, en að öðru leyti minnir hann einna helst á Cary Grant í Hollywoodgamanmyndum frá því á fjórða áratugnum. Sem sagt miðlungs Bond mynd sem er í mesta lagi tveggja stjarna virði. Takið þó eftir Charles Dance í litlu aukahlutverki, en hann lék síðar Ian Fleming í sjónvarpskvikmyndinni Goldeneye árið 1989.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lifir alltaf sterkt í minningunni, enda fyrsta Bond-ræman sem undirritaður sá. Hefur það fram yfir aðrar Moore-myndir að söguþráðurinn er akki algjörlega út í hött. Fjallar um leit Bond að týndu, eða öllu heldur sökknu, dulkóðunartæki - minnir á From Russia With Love - sem tvinnast saman við hefndarleit aðalkvenhetjunnar. Höfðu foreldrar hennar verið myrtir af bófunum og leitar hún réttlætis með lásboga að vopni. Flottir sprettir og fínn hasar en heldur sig samt á jörðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn