Náðu í appið

Agatha 1979

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A fictional solution to the real mystery of Agatha Christie's disappearance.

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics

Skálduð saga um óútskýrt 11 daga hvarf hins þekkta sakamálahöfundar, Agatha Christie, árið 1926. Á köldum vetrardegi finnst skemmdur bíll hennar með rándýrum loðfeldi innandyra, yfirgefinn í vegkanti úti í sveit. Yfirvöldum grunar strax að hún hafi framið sjálfsmorð, hinn drambmikli eiginmaður hennar, Arhcibald Christie ofursti, sem er allt annað en samvinnuþýður,... Lesa meira

Skálduð saga um óútskýrt 11 daga hvarf hins þekkta sakamálahöfundar, Agatha Christie, árið 1926. Á köldum vetrardegi finnst skemmdur bíll hennar með rándýrum loðfeldi innandyra, yfirgefinn í vegkanti úti í sveit. Yfirvöldum grunar strax að hún hafi framið sjálfsmorð, hinn drambmikli eiginmaður hennar, Arhcibald Christie ofursti, sem er allt annað en samvinnuþýður, er viss um að hún er enn á lífi. Hann hinsvegar segir yfirvöldum ekki að hann var nýbúinn að biðja eiginkonu sína um skilnað svo hann gæti gifst einkaritara sínum, fröken Nancy Neele. Þó að beiðnin um skilnað hafi ekki komið Agatha algjörlega á óvart, þar sem hún vissi af framhjáhaldi manns síns, þá vildi hún ekki veita honum skilnað þar sem hún var enn ástfangin af honum. Á sama tíma á bandaríski dálkahöfundurinn Wally Stanton bókað viðtal við Frú Christie. Þar sem hann getur ekki tekið viðtalið sökum hvarfs hennar, þá reynir Stanton í staðinn að komast að því hvað varð um hana. Honum tekst að rekja slóð hennar til hvíldarhótels í Harrogate, en þar býr hún undir fölsku nafni, og dálkahöfundurinn ákveður einnig að gefa ekki upp rétt nafn sitt þegar hann hittir hana. Markmið Stanton er ekki aðeins að finna út úr því hvað henni gengur til, heldur að passa að nafn hennar bíði ekki álitshnekki, en til þess að það gangi eftir mega yfirvöld ekki finna hana áður en hann kemst að leyndarmálinu. En svo virðist sem Stanton hafi annað og meira í hyggju en bara að ná sér í gott efni í blaðagrein. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn