Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Glory 1989

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Their innocence. Their heritage. Their lives. Nothing would be spared in the fight for their freedom.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 78
/100
Þrenn Óskarsverðlaun. Besta kvikmyndataka og besta hljóð og besti leikur í aukahlutverki; Denzel Washington. Tilnefnd til tveggja Óskara í viðbót.

Shaw var yfirmaður í her sambandsstjórnarinnar í borgarastríðinu í Bandaríkjunum á milli norðurs og suðurs á árunum 1861 - 1865, sem leiddi fyrstu herdeild þeldökkra hermanna. Shaw þurfti að eiga við fordóma bæði yfirmanna í eigin liði, og einnig fordóma óvinanna ( sem höfðu skipanir um að drepa yfirmenn svartra hermanna ).

Aðalleikarar


Það var kannski ekki við öðru að búast en myndin yrði meistarastykki þegar bæði Morgan Freeman og Denzel Washington leika í henni. Það stóðst líka - þetta er frábær mynd! Þó það sé erfitt fyrir mig að segja hvað sé raunsætt og ekki raunsætt í stríði í Bandaríkjunum einhverntíman á 19.öld þá finnst mér þessi túlkun allavega eins og ég myndi halda að það hafi verið. Allir leikararnir túlkuðu sínar persónur eins og best hefði verið á kosið, og þó sérstaklega Morgan Freeman(eins og vanalega). Reyndar fannst mér í byrjun að Matthew Broderick gæti ekki passað í hlutverk þessa hershöfðingja en þegar fór að líða á sá ég að svo var svo sannarlega ekki. Hann stóð sig e.t.v. einna best og kom mér verulega á óvart hversu vel honum fórst þetta af hendi.Þessi mynd er allavega langlanglangbesta Suðurríkjamynd sem ég hef séð og mæli ég svo sannarlega með henni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vægast sagt mjög góð mynd sem er mjög sorgleg.

Denzel Whashington vakti mikla athygli með einstaklegan góðan leik sinn í Glory. En það er ekki bara hann sem dregur athygli að þessari mynd. Myndinn er öll mjög vel skrifuð og útfærð og mæli eg hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er algjört meistarastykki sem allir verða að sjá.

Söguþráðurinn er algjör snilld og leikurinn er frábær.

Ég get ekki lýst myndinni þú verður bara að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Glory er einhver albesta og má segja vel gerðasta mynd sem nokkurn tímann hefur verið gerð. Col. Shaw á að þjálfa 600 negra til þess að berjast á móti Suðurríkjamönnum. Í myndinni er alls engin Bandarísk föðurlandarást. Leikurinn er ótrúlegur + vann Denzel Washington óskar. Besti leikur allra aðalleikaranna. Ekki snýst myndin aðeins um byssukúlur og morð heldur er myndin meira um réttlæti og virðingu. Svertingjarnir vilja berjast til að hjálpa sínum en þeir hv´tu eru óánægðir með það. Þetta er rosaleg mynd með stórkostlegann endi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.09.2021

Leikstjóri Notting Hill og Morning Glory látinn

Kvikmyndagerðarmaðurinn Roger Michell er lát­inn 65 ára að aldri. Talsmaður leikstjórans greindi frá and­láti hans í dag en Michell lést í gær, miðviku­dag. Ekki hef­ur þó verið greint frá dánar­or­sök. Á löng...

24.09.2021

Stephen Lang-bestur: Frjór og fjölbreyttur ferill

Í tilefni af frumsýningu hryllingsmyndarinnar Don't Breathe 2 í dag ætlum við hjá Kvikmyndir.is að líta aðeins yfir feril leikarans Stephen Lang sem snýr aftur í aðalhlutverki kvikmyndarinnar sem hinn miskunnarlausi Norman Nor...

25.03.2020

Alæta á allt nema subbulegar ofbeldismyndir

Glænýtt hlaðvarp hóf göngu sína á Mbl.is á dögunum sem ber einfaldlega heitið BÍÓ og við hvetjum fólk eindregið til að kynna sér þáttinn. Umsjónarmaður er Helgi Snær Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ásamt Þ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn