Klassísk og einstaklega vel gerð óskarsverðlaunamynd sem hlaut sjö óskarsverðlaun árið 1973, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir besta handritið, fyrir hina góðu og einkar eftirminn...
The Sting (1973)
"...all it takes is a little Confidence."
Svindlarinn Johnny Hooker stelur óafvitandi frá Doyle Lonnegan, sem er stór glæpaforingi, þegar hann er við smáglæpaiðju sína úti á götu.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Svindlarinn Johnny Hooker stelur óafvitandi frá Doyle Lonnegan, sem er stór glæpaforingi, þegar hann er við smáglæpaiðju sína úti á götu. Lonnegan krefst þess að þetta sé leiðrétt. Eftir að hrottar Lonnegan drepa félaga Hooker, Luther, þá flýr Hooker, og leitar hjálpar hjá Henry Gondorff, sem er einn af tengiliðum Luther, og er meistari í svikum og prettum. Hooker vill nota sérfræðiþekkingu Gondorff til að ræna stórri peningaupphæð frá Lonnegan til að jafna metin, þar sem hann viðurkennir að hann viti ekki nógu mikið um morð til að geta drepið hann. Þeir búa til flókna áætlun og safna saman hópi hæfileikaríkra svindlara, sem allir vlija fá sinn skerf af fengnum. Hér er teflt djarft, og svindlaragengið þarf ekki einungis að eiga við miskunnarleysi Lonnegan, heldur einnig aukapersónur sem allar vilja fá hlut í fjörinu. Til að koma út sem sigurvegari þá þurfa Hooker og Gondorff að nota allt sem þeir kunna ... og talsvert mikið af sjálfstrausti.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Vann sjö Óskarsverðlaun. Besta mynd, besta leikstjórn, besta handrit, listræn stjórnun, búningar, klipping og tónlist. Tilnefnd til þriggja Óskara í viðbót.
Gagnrýni notenda (2)
Þetta er frábær mynd um tvo bragðarefi sem ætla að hefna fyrir morð á vini sínum. Þeir Robert Redford og Paul Newman fara á kostum alla myndina.



























