Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Klassísk og einstaklega vel gerð óskarsverðlaunamynd sem hlaut sjö óskarsverðlaun árið 1973, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir besta handritið, fyrir hina góðu og einkar eftirminnilegu ragtime-tónlist Scott Joplin, en hún setur mjög sterkan heildarsvip á alla myndina og síðast en ekki síst fyrir hina eftirminnilegu leikstjórn meistarans George Roy Hill. Hér er sögð saga tveggja blekkingarmeistara sem setja upp veðmálagildru fyrir stórlax eftir að hann drap náinn félaga þeirra. Þessi kvikmynd hefur elst með stakri prýði enda með allra bestu kvikmyndum áttunda áratugarins og gervallrar kvikmyndasögunnar. Óskarsverðlaunaleikararnir Paul Newman og Robert Redford, eru alveg hreint frábærir í hlutverkum Henry Gondorff og Johnny Hooker og vinna einn af mestu leiksigrum á ferli sínum, þeir fara hreinlega á kostum. Ekki er Robert Shaw mikið síðri í hlutverki stórlaxsins undirförula, Doyle Lonnegan. Ennfremur má að síðustu nefna Eileen Brennan, Charles Durning, Ray Walston og Harold Gould. Þessi sjöfalda óskarsverðlaunakvikmynd er ótvírætt ein af allra bestu og eftirminnilegustu myndum áttunda áratugarins og setti mjög mikið mark á hann. Hún er einfaldlega hreint og beint snilldarverk sem ég gef fjórar stjörnur og ég mæli eindregið með að allir kvikmyndaaðdáendur horfi á njóti þess til fulls.
Þetta er frábær mynd um tvo bragðarefi sem ætla að hefna fyrir morð á vini sínum. Þeir Robert Redford og Paul Newman fara á kostum alla myndina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$5.500.000
Tekjur
$159.616.327
Aldur USA:
PG