Náðu í appið
The Banshees of Inisherin

The Banshees of Inisherin (2022)

"Everything was fine yesterday."

1 klst 54 mín2022

Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér...

Rotten Tomatoes96%
Metacritic87
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Allar peysur aðalpersónanna voru handprjónaðar af sama roskna manninum. Hann var ekki á tökustað og hitti leikarana ekki áður en hann gerði peysurnar.
Colin Farrell lenti í útistöðum við nokkur dýr meðan á tökum stóð. Jenny, litli asninn, sparkaði í hann þegar hann var að gefa honum að borða. Í öðru lagi var hann bitinn af hundi persónu Brendan Gleeson. Í þriðja lagi reyndi hestur sem dró vagn með Farrell innanborðs að hvolfa honum í sjóinn.
Colin Farrell og Brendan Gleeson samþykktu að leika í myndinni sjö árum áður en framleiðsla hennar fékk grænt ljós.
Brendan Gleeson er lunkinn fiðluleikari og spilar eigin tónlist í kvikmyndinni, rétt eins og hann gerði í myndinni Michael Collins (1996), The Grand Seduction (2013), og Cold Mountain (2003).
Persóna Colin Farrell, \'Pádraic Súilleabháin\', er upprunaleg gelísk stafsetning á Patrick Sullivan.
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2022, fékk hún 15 mínútna standandi lófaklapp.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Searchlight PicturesUS
Blueprint PicturesGB
Film4 ProductionsGB
TSG EntertainmentUS

Verðlaun

🏆

Níu óskarstilnefningar. Vann Golden Osella á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir besta handrit, Colin Farrell sem besti leikari á sömu hátíð og myndin var tilnefnd til Gullna ljónsins. Tilnefnd til átta Golden Globe verðlauna og fékk þrenn.