Myndin er greinilega framleidd utan um aðalleikarana með skírskotun til Pretty Woman. Hún geldur þess fremur en nýtur, rétt eins og aðrar myndir frá Endurvinnslunni. (Það sama var gert me...
Runaway Bride (1999)
"Catch her if you can."
Maggie á við smá vandamál að stríða, hún strýkur úr öllum brúðkaupum sínum og blaðamaðurinn Ike ætlar að segja öllum heiminum frá vandamálinu.
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Maggie á við smá vandamál að stríða, hún strýkur úr öllum brúðkaupum sínum og blaðamaðurinn Ike ætlar að segja öllum heiminum frá vandamálinu. USA Today dálkahöfundurinn Ike Graham er vanur að klára pistlana sína alltaf á síðustu stundu. Í þetta sinn, þá heyrir hann sögu frá manni á uppáhaldsbarnum sínum, um Maggie Carpenter, konu sem flýr alltaf frá tilvonandi eiginmönnum sínum við altarið. Ike, sem er vanur að skjóta reglulega á kvenþjóðina í pistlum sínum, skrifar móðgandi grein um málið í blaðið, án þess að kynna sér málið nógu gaumgæfilega. Daginn eftir er Ike rekinn af blaðinu af útgefandanum, sem er einnig fyrrum eiginkona hans, af því að hann gekk of langt og falsaði staðreyndir, sem alvöru blaðamenn gera ekki. Eina leiðin fyrir Ike til að fá aftur vinnu í bransanum er að skrifa grein um Maggie með réttum upplýsingum og fjalla um fjórðu tilraun hennar til að gifta sig, sem Ike spáir að muni klikka eins og hinar þrjár. Ike byrjar því að fylgjast með Maggie, sem hefur ekkert álit á honum. Það er ekki bara það að Ike sé að bíða eftir að hún hætti við brúðkaupið, heldur er allur bærinn að gera grín að henni fyrir mistök hennar. En Ike er ekki allskostar sáttur við það.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur




Gagnrýni notenda (3)
Það eru leikararnir Julia Roberts og Richard Gere sem sameina hér krafta sína á ný ásamt leikstjóranum Garry Marshall, en eins og flestir vita þá gerði þetta tríó hina óviðjafnanlegu o...
Ágætis rómantísk gamanmynd sem fjallar um konu nokkra að nafni Maggie (Julia Roberts) sem hefur þann leiðinda ávana að yfirgefa karlmenn við altarið. Dag einn gerir dálkahöfundurinn Ike (...






















