Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fengu bæði kvikmyndin og aðalleikarinn, Brendan Fraser, sex mínútna standandi fagnaðarlæti. Eins og sést á myndum frá sýningunni vöknaði Fraser um augu við móttökurnar. Aðdáendur leikarans og gagnrýnendur hafa sagt frammistöðu hans vera nýtt upphaf á ferlinum eftir margra ára fjarveru frá hvíta tjaldinu.
Vegna mikillar þyngdar persónu Fraser í myndinni þá þurfti leikarinn að klæðast þungum fitubúningi og vera í honum í margar klukkustundir. Hann sagði fjölmiðlum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum: \"Ég hef uppgötvað vöðva sem ég vissi ekki að ég hafði. Ég fékk jafnvel smá svimatilfinningu í lok dags þegar búið var að fjarlægja búninginn. Þetta var eins og að stíga í land eftir að hafa verið um borð í báti á síkjum Feneyja. Eins og hafa verið í öldugangi. Það gaf mér skilning og aðdáun á fólki sem er með svipaða líkama. Þú þarft að vera mjög sterk persóna, andlega og líkamlega, til að vera með svona skrokk.\"
Leikstjórinn, Darren Aronofsky, sagði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum að það hafi tekið hann tíu ár að velja leikara í myndina. Ráðning aðalleikarans, Charlie, var mikil áskorun að hans sögn, þar til hann sá stikluna fyrir brasilísku kvikmyndina Journey to the End of the Night (2006) með Brendan Fraser í aðalhlutverki. Þar small allt saman og að lokum réð hann Fraser í hlutverkið.
Handritshöfundur myndarinnar, Samuel D. Hunter, var staðgengill Brendan Fraser þegar kom að skrifum á lyklaborð.
Fréttirnar sem Charlie horfir á í sjónvarpinu eru m.a. af úrslitum í forkosningum Repúblikana árið 2016, sem segir manni að myndin á að gerast snemma árs 2016. Minnst er á Donald Trump, Ted Cruz og Marco Rubio í þessum fréttum.
Í myndinni pantar Charlie mat frá Gambino´s sem er í raun ítalskur veitingastaður í Moscow í Idaho þar sem myndin á að gerast. Handritshöfundur kvikmyndarinnar, Samuel D. Hunter, ólst upp í Moscow.
Kærasti Charlie heitir Alan Grant, og dóttir hans heitir Ellie. Þetta eru líka nöfn aðal persónanna í Jurassic Park (1993).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. janúar 2023
VOD:
14. mars 2023