The Whale (2022)
Feiminn enskukennari sem jafnframt er offitusjúklingur reynir að endurnýja kynnin við unglingsdóttur sína.
Deila:
Bönnuð innan 12 áraÁstæða:
Hræðsla
Fordómar
Blótsyrði
Hræðsla
Fordómar
BlótsyrðiSöguþráður
Feiminn enskukennari sem jafnframt er offitusjúklingur reynir að endurnýja kynnin við unglingsdóttur sína.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fengu bæði kvikmyndin og aðalleikarinn, Brendan Fraser, sex mínútna standandi fagnaðarlæti. Eins og sést á myndum frá sýningunni vöknaði Fraser um augu við móttökurnar. Aðdáendur leikarans og gagnrýnendur hafa sagt frammistöðu hans vera nýtt upphaf á ferlinum eftir margra ára fjarveru frá hvíta tjaldinu.
Vegna mikillar þyngdar persónu Fraser í myndinni þá þurfti leikarinn að klæðast þungum fitubúningi og vera í honum í margar klukkustundir. Hann sagði fjölmiðlum á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum: \"Ég hef uppgötvað vöðva sem ég vissi ekki að ég hafði. Ég fékk jafnvel smá svimatilfinningu í lok dags þegar búið var að fjarlægja búninginn. Þetta var eins og að stíga í land eftir að hafa verið um borð í báti á síkjum Feneyja. Eins og hafa verið í öldugangi. Það gaf mér skilning og aðdáun á fólki sem er með svipaða líkama. Þú þarft að vera mjög sterk persóna, andlega og líkamlega, til að vera með svona skrokk.\"
Leikstjórinn, Darren Aronofsky, sagði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum að það hafi tekið hann tíu ár að velja leikara í myndina. Ráðning aðalleikarans, Charlie, var mikil áskorun að hans sögn, þar til hann sá stikluna fyrir brasilísku kvikmyndina Journey to the End of the Night (2006) með Brendan Fraser í aðalhlutverki. Þar small allt saman og að lokum réð hann Fraser í hlutverkið.
Handritshöfundur myndarinnar, Samuel D. Hunter, var staðgengill Brendan Fraser þegar kom að skrifum á lyklaborð.
Fréttirnar sem Charlie horfir á í sjónvarpinu eru m.a. af úrslitum í forkosningum Repúblikana árið 2016, sem segir manni að myndin á að gerast snemma árs 2016. Minnst er á Donald Trump, Ted Cruz og Marco Rubio í þessum fréttum.
Í myndinni pantar Charlie mat frá Gambino´s sem er í raun ítalskur veitingastaður í Moscow í Idaho þar sem myndin á að gerast. Handritshöfundur kvikmyndarinnar, Samuel D. Hunter, ólst upp í Moscow.
Kærasti Charlie heitir Alan Grant, og dóttir hans heitir Ellie. Þetta eru líka nöfn aðal persónanna í Jurassic Park (1993).
Höfundar og leikstjórar

Darren AronofskyLeikstjóri

Samuel D. HunterHandritshöfundur
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

A24US

Protozoa PicturesUS
Verðlaun
🏆
Brendan Fraser fékk Óskarsverðlaun fyrir leik. Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Ýmsar viðurkenningar á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar á meðal valin besta erlenda kvikmynd. Fimm BAFTA tilnefningar.


























