Náðu í appið
Caught Stealing

Caught Stealing (2025)

"2 Russians, 2 Jews and a Puerto Rican walk into a bar..."

1 klst 47 mín2025

Hank Thompson var efnilegur hafnaboltastrákur í menntaskóla sem getur ekki lengur spilað, en annars gengur allt vel hjá honum.

Rotten Tomatoes85%
Metacritic65
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Hank Thompson var efnilegur hafnaboltastrákur í menntaskóla sem getur ekki lengur spilað, en annars gengur allt vel hjá honum. Hann á frábæra kærustu, vinnur sem barþjónn á skuggalegum bar í New York og uppáhaldsliðið hans er að gera óvænta tilraun til að vinna deildina. Þegar pönkrokksnágranninn hans, Russ, biður hann um að passa köttinn sinn í nokkra daga, lendir Hank skyndilega í miðju skrautlegs hóps ógnandi glæpamanna. Þeir vilja allir eitthvað frá honum; vandamálið er að hann hefur ekki hugmynd um af hverju. Á meðan Hank reynir að forðast sífellt harðari tök þeirra á honum, þarf hann að nota alla sína kænsku til að halda lífi nógu lengi til að komast að því hvað er í gangi ...

Aðalleikarar

Vissir þú?

Myndin er byggð á skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn, teiknimyndahöfundinn og handritshöfundinn Charlie Huston.
Til að fá nógu stinnan rass eins og hafnaboltaleikmenn eru frægir fyrir leitaði Austin Butler til Beth Lewis sem er þekktur fyrir að koma fræga fólkinu í gott stand. Darren Aronofsky leikstjóri vildi líka að persónan, sem vinnur á bar, liti út fyrir að eiga í áfengisvanda, þannig að Butler borðaði mikið af flatbökum og drakk fullt af bjór til að verða aðeins búttaðri, en leikarinn segist hafa bætt á sig nokkrum kílóum í ferlinu.

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Protozoa PicturesUS
TSG EntertainmentUS
Columbia PicturesUS