Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Allt í lagi mynd, ekkert meir en það. Hér er Roland Emmerich nánast óþekktur leikstjóri. Óvenjulegt að sjá hann gera spennumynd sem fjallar ekki um stórslys, og finnst mér flott að sjá að hann gerði góða tilraun til þess. Myndin er nokkuð hröð á tímum, en þjáist á lélegri sögu og leikframmistöðum. Þó Van Damme og Lundgren séu í flokki hjá mér sem verstu leikarar samtímans, þá er ágætlega gaman að sjá þá berja hvorn annan í buff. Versta mynd Emmerichs, en sú besta sem ég hef séð Van Damme í og gef ég Emmerich hrós fyrir að hafa gert eina ágæta mynd með Van Damme í aðalhlutverki.
Að mínu mati er Van Damme einungis góður leikari ef þú ert strákur á aldrinum 6-12 ára. Þú fílar bardagasenurnar og það er alveg nógu góð uppskrift að bíómynd ef þú sérð fullt af cool atriðum í henni. Að mínu mati gæti Universal Soldier verið ágætis afþreying með rétta viðhorfinu gagnvart því að þetta er slagsmálamynd, og ef þú hefur gaman af slíkum myndum þá efast ég ekki um að þú eigir eftir að hafa gaman af þessari.
Van Damme og Lundgren saman í mynd. Þarf að segja meira? Þessir kappar eru þekktir fyrir allt annað en að leika í góðum myndum. Arfaslök mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Dean Devlin, Christopher Leitch
Framleiðandi
TriStar Pictures
Aldur USA:
R