Ömurlega væmin mynd sem ég mæli ekki með. Myndin fjallar um einhvern bandarískan hafnaboltamann (Kevin Costner,The Postman) sem er búinn að vera í hafnabolta í nokkra áratugi en þarf að v...
For Love of the Game (1999)
"Billy Chapel must choose between the woman he loves and the game he lives for."
Hafnaboltagoðsögnin Billy Chapel, 40 ára, þráir ekkert heitar en að vera með fyrrum ástkonu sinni, Jane Aubrey.
Öllum leyfðSöguþráður
Hafnaboltagoðsögnin Billy Chapel, 40 ára, þráir ekkert heitar en að vera með fyrrum ástkonu sinni, Jane Aubrey. Að morgni dagsins þegar hann á hann að kasta í síðasta leik tímabilsins, þá segir hún honum að hún sé að flytja úr bænum til að vinna í London; auk þess sem hann kemst að því að nýir eigendur hafnaboltaliðsins, Detroit Tigers, ætla að selja hann frá liðinu. Þegar hann kastar boltanum um kvöldið þarf hann að ákveða hvort hann ætlar að samþykkja söluna eða hætta í leiknum sem hann elskar svo mjög, og á milli lota í leiknum, þá rifjar hann upp þegar hann hitti Jane í fyrsta skipti, góðar stundir, misskilning, og hver síðasti möguleiki hans gæti verið. Á sama tíma þá klikkar hver leikmaður Yankee liðsins eftir öðrum á því að ná í fyrstu höfn. Getur Billy leikið fullkominn leik, og er hann getur það, hverju skiptir það, ef hann glatar Jane?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur
























