Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég hef séð þessa mynd hátt í tíu sinnum og hún verður aldrei þreytt. Í mínum huga er hún í flokki með myndum á borð við Raiders of the Lost Arc og Goonies sem hin fullkomna 80´ævintýramynd. Katleen Turner er frábær leikkona og hefur sjaldan verið betri en einmitt hér. hún fær þvílíkt að njóta sín sem rómantíski skáldsagnahöfundurinn sem hefur aldrei stigið út fyrir borgarmörkin. Michael Douglas skemmtir sér greinilega vel sem einhverskonar Crockodile Indy. Efnablandan á milli þeirra er frábær enda gerðu þau War of the Roses nokkrum árum síðar. Danny DeVito er aðeins of silly í þessari mynd fyrir minn smekk og stundum er væmnin aðeins of mikil. Það var auðvitað gert framhald, þ.e. The Jewel of the Nile en hún var ekki næstum því jafn góð. Annars er þetta æðisleg mynd í alla staða sem væntanlega allir hafa séð. Mér finnst hún eldast vel, nostalgíuþáttur er á háu stigi, ég mæli með að þið grafið hana upp ef það er langt síðan þið sáuð hana.
"What did you do, wake up this morning and say, Today, I'm going to ruin a man's life?"
Flott mynd með tríóinu góða Michael Douglas Kathleen Turner og Danny Devito.Þetta er í raun fyrsta myndin þar sem tríóið leikur saman en aðrar eru, framhaldið af þessari s.s. Jewel of the Nile sem að er skemmtileg fyrir það tímabil sem hún er frá, einsog tónlistin er frábær eighties tónlist og fötin og hárið eftir því, og svo War of the Roses. Sál þessarar myndar einsog ég sé það er fyrst og fremst gamanmynd og öðru lagi rómantísk spenna. Klassísk mynd sem svíkur ekki unnendur ævintýrakvikmynda.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Diane Thomas, Lem Dobbs, Michael Dorn
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Aldur USA:
PG