Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hér er á ferðinni nokkuð sérstök mynd sem gæti skilið margan eftir nokkuð ókláran. Myndin fjallur um ungan mann sem gengur undir því viðkunnarlegu viðurnefni ‘Fuckhead’. Við fylgjumst með FH þar sem hann finnur tvær ástirnar í lífi sínu, unga konu Michelle og fíkniefni. Á um það bil þriggja ára tímabili flökkum við svona fram og aftur og fylgjumst með hvernig hann hefur í raun unnið sér fyrir viðurnefninu, eða eins og einn af vinum hans segir ‘Does everything you touch turn to shit’. Þó það sé enginn spurning að þetta er góð mynd, sé skemmtilega tekin og samræður og leikur í myndinni sé allt mjög vel af hendi leyst, þá fannst mér á köflum að Jesus’ son væri að reyna of mikið. Það var mikið um að byrjað væri að segja litlar aukasögur, sem svo döluðu út í ekki neitt. Einnig var nokkuð um atvik sem virtust vera sambland raunveruleika og hvernig FH sá hlutina, en þó lítið gert til að greina þar á milli, svo maður var skilinn eftir í lausu lofti með hvað var eiginlega að gerast. Það sem var kannski líka svolítill galli var að eiturlyfjaneysla þeirra FH og Michelle virtist aldrei hafa nein önnur áhrif heldur en vingjarnlegan sljóleika og var aldrei nein örvænting varðandi hvernig ætti að nálgast næsta skammt, eða skapgerðasveiplur vegna neyslunnar. Að lokum þá fannst mér að endirinn væri frekar slappur, þó svo ég hafi nú ekki búist við einhverjum nákvæmum lokum. En FH virtist að mínu mati alveg jafn ráðvilltur í byrjun myndarinnar og í enda hennar. Þetta er samt mjög áhugaverð mynd og þess virði að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Lions Gate Films
Kostaði
$2.500.000
Tekjur
$1.300.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R