Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þegar ég var á myndinni Anywhere But Here þá hugsaði ég akkurat "anywhere but here", ég hefði frekar átt að vera að taka til í sokkaskúffunni minni heldur en að fara á þessa. Það er helst að stelpur mundu fíla svona bull en þetta er allaveg ekki fyrir mig. Þessi eina stjarna sem ég gef er út af því að ég sofnaði ekki í bíó. Og ég er sammála hinum ágæta gagnrýnanda Helga Páli um þessa mislukkuðu mynd.
Kvikmyndin "Anywhere But Here" er nýjasta kvikmynd hins virta leikstjóra Wayne Wang sem m.a. gerði myndirnar "The Joy Luck Club", "Smoke", "Blue in the Face" og "Chinese Box". Þær Adele og Ann dóttir hennar eru hvort tveggja í senn, afar nánar og afar ólíkar. Á meðan Adele er draumóramanneskja sem þráir stöðugt eitthvað annað og meira en hún hefur er Ann jarðbundin og raunsæ. Segja má að í sumum tilfelum sé það í raun Ann sem gegnir móðurhlutverkinu. Þegar myndin hefst eru þær mæðgur á leið til Hollywood þar sem Adele er sannfærð um að þeirra bíði glæsilegri framtíð en í hinum litla og afskekkta heimabæ þeirra. Ann, hins vegar, er ekki á sama máli, sér mikið eftir vinum sínum og því lífi sem hún hefur vanist, en fær engu um það ráðið hvort hún fylgir móður sinni til glysborgarinnar eða ekki. Hún er fyrir löngu búin að fá nóg af draumórum móður sinnar en hefur líka þurft að sætta sig við að lifa eftir þeim. Þær koma til Hollywood og eftir að hafa gist fyrstu nóttina á glæsihóteli setjast þær að í lítilli íbúð sem upp frá því verður heimili þeirra. Tvö ár líða og Adele lifir stöðugt í þeirri trú að gæfan og ríkidæmið sé handan hornsins á meðan Ann sér hlutina eins og þeir eru og reynir að aðlagast lífinu í borginni sem best hún getur. Henni er þó ljóst að fyrr eða síðar kemur að því að hún verður að fá móður sína til að horfast í augu við raunveruleikann. Hér fara sannarlega á kostum tvær stórfenglegar leikkonur. Óskarsverðlaunaleikkonan Susan Sarandon (Dead Man Walking) fer hér á kostum rétt eins og svo oft áður og skapar hún magnaða kvenpersónu og gerir mjög góða hluti í persónusköpun sinni á Adele August. Einnig fer leikkonan Natalie Portman (Star Wars I: The Phantom Menace, Beautiful Girls) hreinlega á kostum í hlutverki dótturinnar Ann August. Það er því óhætt að segja að þær fari báðar á kostum í hlutverkum sínum og skapi ógleymanlegar mæðgur. Semsagt; lítil og glæsileg perla sem ég mæli eindregið með að kvikmyndaunnendur kynni sér vel þegar þeir fara á næstu leigu og muni taka þá ákvörðun að sjá hana. Þið sjáið sko alls ekki eftir því, því þessi mynd er einstök skemmtun. Ekki missa af henni!!
Mynd sem fjallar um mæðgur, Adele (Susan Sarandon) og Ann (Natalie Portman) sem yfirgefa smábæinn sem þær hafa búið í allt sitt líf fyrir sæludrauma um Kaliforníu. Móðirin Adele finnst þær vera of góðar til þess að eyða lífi sínu í einhverjum útkrika en dóttir hennar Ann er ekki á sama máli og finnst mjög erfitt að yfirgefa vini sína ásamt afganginum af fjölskyldunni. Þetta gerir samband þeirra tveggja dálítið flókið þar sem margar blendnar tilfinningar eru í loftinu. Þær eru mjög ólíkar manneskjur, Ann er skynsöm, ábyrg og áreiðanleg á meðan móðir hennar er hvatvís, óútreiknanleg og ástríðufull. Samband mæðganna er rauði þráður myndarinnar og er gert mjög góð skil sem flóknu ástar/haturs sambandi. Sem karlmaður get ég ekki sagt að þessi mynd höfði mikið til mín en það er samt hrein unun að horfa á hina gífurlega hæfileikaríku leikkonu Natalie Portman að verki (sem kom fram á vettfanginn eins og þruma í mynd Luc Bessons, Leon) og sem pæling í flóknum fjölskyldusamböndum virkar myndin einnig ágætlega og miðlar þeim boðskap að maður getur valið vini sína en ekki fjölskyldu. Þeir sem eru í leit að einhverju sem hljómar eins og það sem ég var að lýsa ættu að eiga ánægjulega stund yfir þessari, hinir ættu sennilega að leita annað.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Vefsíða:
www.foxmovies.com/anywherebuthere
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. febrúar 2000
VHS:
16. ágúst 2000