Náðu í appið
The Hurricane

The Hurricane (1999)

"His greatest fight was for justice."

2 klst 25 mín1999

Myndin segir sögu Rubin "Hurricane! Carter, afrísk-amerísks manns sem vann sig út úr erfiðri æsku og komst í fremstu röð í heimi millivigtar í hnefaleikum.

Rotten Tomatoes82%
Metacritic74
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin segir sögu Rubin "Hurricane! Carter, afrísk-amerísks manns sem vann sig út úr erfiðri æsku og komst í fremstu röð í heimi millivigtar í hnefaleikum. En draumar hans verða að engu þegar hann er ranglega sakaður um þrefalt morð, og er dæmdur í þrefafalt lífstíðarfangelsi. Þó að hann sé umtalaður og hann hafi sýnt þrautsegju við að reyna að sanna sakleysi sitt í gegnum sjálfsævisögu sína, þá hafa mörg ár án nokkurs árangurs við að sanna sakleysi sitt dregið úr honum þróttinn. Þetta breytist þegar afrísk-amerískur maður og kanadískir lærifeður hans lesa bókina hans, og sannfærast um sakleysi hans, og ákveða að berjast fyrir því að fá hann sýknaðan. En Hurricane og vinir hans komast að því að þessi barátta er gegn kerfi sem er gegnsýrt af kynþáttahyggju, sem hefur grætt á þessari afbökun sannleikans, og hafa engan áhuga á að snúa hlutunum við.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Beacon PicturesUS
Rudy Langlois Productions
Azoff Films

Verðlaun

🏆

Denzel Washington var tilnefndur til Óskarsverðlauna, og hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir frammistöðu sína.

Gagnrýni notenda (6)

The Hurricane er algjört meistaraverk um ævi Rubin Carter, sem var kallaður The Hurricane. Denzel Washington fer hér með leiksigur sem Rubin Carter. Mynd sem alveg er hægt að mæla með.

Þessi mynd fjallar um boxarann Rubin "Hurricane" Carter (Denzel Washington) og baráttu hans við að vera sýknaður af glæp sem hann átti engan þátt í og fyrir að hafa verið á röngum stað...

Enginn sem kann að meta góðan leik í góðum kvikmyndum má nokkru sinni missa af þessari stórkostlegu kvikmynd hágæðaleikstjórans Norman Jewison (In The Heat of the Night, Fiddler on the Ro...

Að flestu leiti mjög vönduð og vel gerð sannsöguleg dramamynd sem fjallar um hnefaleikamanninn Hurricane Carter, leikinn af Denzel Washington. Stóran hluta ævi sinnar var Hurricane látinn ...