Náðu í appið
In Country

In Country (1989)

"The story of an American family."

2 klst1989

Samantha Hughes, táningsstúlka frá Kentucky, þekkti aldrei föður sinn, sem dó í Víetnam áður en hún fæddist.

Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Samantha Hughes, táningsstúlka frá Kentucky, þekkti aldrei föður sinn, sem dó í Víetnam áður en hún fæddist. Samantha býr með frænda sínum Emmett, sem einnig gegndi herþjónustu í Víetnam. Emmett eyðir tíma með Tom, Earl og Pete, sem allir voru líka í Víetnam, og allir eiga við vandamál að stríða sem tengjast herþjónustunni. Samantha, sem kölluð er Sam, verður heltekin af því að læra meira um föður sinn og hvað hann gekk í gegnum, en Emmett og hinir, vilja ekki ræða stríðið. Sam hvetur alla til að koma á dansleik til heiðurs fyrrum hermönnum, en Pete og Earl lenda í slag, Emmett hverfur og Tom fer með Sam heim á ástarfund sem misheppnast. Þegar Sam les dagbók föður síns, þá fer hún að skilja hvað þýðingu líf hans og dauði höfðu, og hún og Emmett, eftir ferð til Víetnam minnismerkisins, átta sig amk. tímabundið á stríðinu í lífi sínu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS