Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Frequency 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. júní 2000

What If It Changed Everything?

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Sjaldgæft fyrirbrigði í lofthjúpnum gerir það að verkum að slökkviliðsmaður frá New York getur átt samskipti við son sinn 30 árum inni í framtíðinni í gegnum HAM útvarp. Sonurinn notar tækifærið og varar föður sinn við dauða sínum sem mun eiga sér stað í eldsvoða í vöruhúsi, og tekst þar með að bjarga lífi hans. En það sem hann áttar sig... Lesa meira

Sjaldgæft fyrirbrigði í lofthjúpnum gerir það að verkum að slökkviliðsmaður frá New York getur átt samskipti við son sinn 30 árum inni í framtíðinni í gegnum HAM útvarp. Sonurinn notar tækifærið og varar föður sinn við dauða sínum sem mun eiga sér stað í eldsvoða í vöruhúsi, og tekst þar með að bjarga lífi hans. En það sem hann áttar sig ekki á er að með þessu er hann að breyta sögunni sem setur af stað röð af sorglegum atburðum, þar á meðal morð á móður hans. Feðgarnir verða nú að vinna saman, með 30 ár á milli sín í tíma, til að finna morðingjann áður en hann lætur til skarar skríða, svo þeir geti breytt sögunni á nýjan leik. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Myndin Frequency kom mér verulega á óvart, ég kíkti bara á þessa mynd útaf það var ekkert annað í sjónvarpinu og ég vissi ekkert hvernig mynd þetta var. Það kom mér á óvart að þetta var bara mjög góð mynd með Dennis Quaid(The Day After Tomorrow) og James Caviezel(The Passion Of The Christ) í aðalhlutverki. Hún fjallar um mann sem er rúmlega þrítugur og er lögreglumaður(James Caviezel) og hann finnur gamalt tæki sem var notað í gamla daga til þess að tala á milli staða. Hann prófar þetta tæki og talar við einhvern og það var faðir hans(Dennis Quaid) sem dó fyrir mörgum árum. Það þíddi að hann gat sagt föður sínum hvað hann þyrfti að gera til þess að hann mundi ekki deyja. Hann segir líka pabba sínum að hann gæti komið í veg fyrir mörg morð sem voru framin á þessum tíma sem faðir hans var í. Þá ætla ég ekki að segja meiri söguþráð svo ég spilli ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð þessa mynd, ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frequency er frekar skrítin mynd sem fjallar um mann sem nær sambandi við föður sinn gengnum gamla talstöð, en málið er að faðir hans dó fyrir 30 árum í eldsvoða. Hann er sem sagt að tala við föður sinn sem staddur er í fortíðinni en hann sjálfur í nútímanum. Í sameiningu koma þeir í veg fyrir dauða föðurins. Þetta hefur slæm áhrif því að nú fer allt líf sonarsins að breytast til verri vegar. Þá hefst kapphlaup við tímanum til að breyta fortíðinni þannig að framtíðin verði betri og allir verði happy. Nokkuð góð spennumynd, góð hugmynd, fínn söguþráður sem er raunsænari en flestar þeir myndir sem fjalla um álíka efni. Vel þess virði að sjá hana því hún er hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vinir mínir sem höfðu séð þessa mynd mæltu eindregið með henni og sögðu að hún væri besta mynda ársins. Að sjálfsögðu lætur maður til leiðast að fara að sjá mynd sem fær svona meðnæli. Það var sennilega vegna þessara væntinga sem ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum. Frequency er byggð á mjög góðri hugmynd. John Sullivan (Jim Caviezel) er lögga í New York. Lífið er hálfömurlegt; kærastan nýfarin frá honum og hann er frekar niðurdreginn. Dag einn rekst hann á gamalt amatör-radíó sem pabbi hans hafði átt. Frank Sullivan (Dennis Quaid) var slökkviliðsmaður sem dó 30 árum áður í eldsvoða. John hefur aldrei náð sér eftir föðurmissinn. Hann fer að eiga við radíóið, og vegna óvenju sterkra sólarstorma, sem framkalla m.a. norðurljós yfir New York, nær hann sambandi við föður sinn, 30 árum áður. John tekst að vara föður sinn við eldsvoðanum og viti menn, Frank lifir af. John eignast nýjar minningar og Frank lifir 20 ár í viðbót. Hérna hefðu margar myndir endað, en það er fyrst hér sem söguþráðurinn í Frequency byrjar í alvöru. Vegna þess sem þeir feðgar gerðu breytist sagan. John uppgötvar að móðir hans hafði verið myrt í staðinn og hún var fjórða fórnarlamb fjöldamorðingja sem, samkvæmt óbreyttum gangi mála, hafði aðeins drepið þrisvar og svo hætt. Nú verða þeir feðgar að vinna saman til að bjarga móðurinni og handsama morðingjann. Hugmyndin er mjög góð og það hefði verið hægt að gera sérlega snúna og óvænta spennumynd. Og það tekst vel framan af. Því miður rennur síðasti hálftíminn út í talsverða vitleysu, og lokaspennuatriðið er frekar fyrirsjáanlegt. Og síðustu 3 mínúturnar eru ófyrirgefanlegar; ég ráðlegg öllum að hlaupa út úr bíóinu um leið og væmnin tekur yfir. Bjakk. Gregory Hoblit (Primal Fear, Fallen) er greinilega góður leikstjóri, sérstaklega þegar kemur að óvæntum plottum. Quaid og Caviezel eru ágætir, þetta er engin Óskarsmynd en samt fínasta afþreying. En ég endurtek: forðið ykkur áður en væmnin byrjar, hún eyðileggur minninguna af ágætri mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ágæt mynd, sem fjallar um feðga sem á einhvern hátt ná sambandi í gegnum radíó-talstöðvar með hjálp norðurljósanna. En málið er að það er 30 ára tímamismunur þegar þeir tala saman. Þannig að þetta er nokkurs konar tímaflakks mynd og hún fjallar á frekar raunsæjan hátt hvernig ein breyting í fortíðinni getur haft ótrúleg áhrif í nútíðinn (framtíðinni). Mjög vel gerð og nokkuð spennandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa gengið í gegnum þá þrekraun að sjá of margar myndir í ár sem ollu mér miklum vonbrigðum þá var það ofsalega skemmtileg tilbreyting að sjá mynd sem kom mér verulega á óvart. Frequency er mynd sem ég forðaðist eins og eldinn þegar hún kom út í bíó. Af hverju? Ástæðan er mjög einföld: Trailerinn var ÖMURLEGUR! Myndin leit út fyrir að vera væmin, leiðinleg og ófrumleg klisja - einmitt andstæðan við hvernig hún er í raun og veru. Frequency er ekki væmin, hún er spennandi og áhugaverð og mjög frumleg. Hún hljómar kannski eins og alvarlega útgáfan af Back to the Future en Back to the Future er síðasta myndin sem maður hugsar um á meðan þessi snilldarmynd er í gangi. Hún kemur stöðugt á óvart með alveg hreint ótrúlega skemmtilegum hugmyndum og atriðum og þó maður þurfi stundum að bíta á jaxlinn vegna ótrúverðugleika þá lætur maður það flakka vegna þess að myndin er þegar búin að sanna ágæti sitt. Annar hlutur sem ég gat ómögulega séð á viðbjóðslega trailernum er það að þessi mynd er spennumynd - og mjög spennandi! Gregory Hoblit er mjög áhugaverður leikstjóri. Hann byrjaði feril sinn á hinni skemmtilegu, en gölluðu, Primal Fear, gerði svo hina ömurlegu Fallen, en sannar það með þessari snilldarmynd að hann er ekki bara góður sögumaður heldur mjög visjúalískur stílisti og hlakka ég til að sjá næstu myndir hans. Að mínu mati er Frequency ein besta litla mynd ársins og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.09.2012

Fyrirtaks framtíðartryllir!

Ég rakst einu sinni á tilvitnun í brjóstabombuna Drew Barrymore þar sem hún sagðist elska það mest í heiminum að knúsa fólk, í kjölfarið sagðist hún óska sér þess að hún væri kolkrabbi, því það myndi þýða...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn