Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Nurse Betty 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. nóvember 2000

She's chasing a dream... they're chasing her.

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 69
/100

Gengilbeina í Kansas í Bandaríkjunum, sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, fer að fá hugaróra eftir að verða vitni að því þegar lúðinn og bílasalinn eiginmaður hennar er myrtur. Eftir þetta áfall þá fer hún að halda að hún sé fyrrum unnusta helsta átrúnaðargoðs síns í sápuóperu sem hún fylgist með. Hún er einnig sannfærð um að sápuóperan... Lesa meira

Gengilbeina í Kansas í Bandaríkjunum, sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, fer að fá hugaróra eftir að verða vitni að því þegar lúðinn og bílasalinn eiginmaður hennar er myrtur. Eftir þetta áfall þá fer hún að halda að hún sé fyrrum unnusta helsta átrúnaðargoðs síns í sápuóperu sem hún fylgist með. Hún er einnig sannfærð um að sápuóperan sé raunveruleiki og fer til Los Angeles til að finna spítalann þar sem átrúnaðargoðið vinnur sem hjartalæknir. Á meðan á þessu gengur þá fara morðingjar eiginmanns hennar að leita að eiturlyfjum sem eiginmaður hennar stal, en þau eru geymd í skotti bílsins sem söguhetjan okkar fór á til Los Angeles. Persóna Freeman, sem er leigumorðingi sem er kominn á aldur og ætlar að setjast í helgan stein eftir þetta eina verkefni, er einnig haldinn órum um konuna sem hann er að elta. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þegar ég byrjaði að horfa á þessa einhverja helgina á stöð 1, þá leist mér nú ekkert á blikuna. Byrjunin var vægast sagt fráhrindandi. Einhvern veginn vann myndin þó svo gríðarlega á og náði hámarki rétt fyrir endinn, að ég var alveg gáttuð af hrifningu. Hún var mjög listræn og Reneé Zellweger þótti mér standa sig hreint frábærlega í aðalhlutverkinu, sem ekki var af auðveldara taginu. Ég held að myndin, sem fjallar um stúlku sem missir vitið og lendir í ótrúlegustu aðstæðum út frá því þar sem hún telur sig lifa í uppáhalds sápuóperunni sinni, sé gott dæmi um mynd sem annaðhvort fólk elskar eða hatar. Þetta var einnig sagt um The Matrix á sínum tíma, þótt ekki ætli ég að líkja þessum tveimur saman. Ég er einfaldlega ein af þeim sem dýrka Nurse Betty og ég dáist einnig að Morgan Freeman að taka að sér hlutverk hálfbilaða glæpamannsins, þetta hlutverk hefði nú verið fráhrindandi fyrir ýmsan frægan leikarann. LaBute leikstjóri er augljóslega að gera góða hluti hér og það hefur þurft kjark fyrir menn að takast á við svona frumlega mynd. Niðurstaðan er eiginlega snilld að mínu mati og vildi ég gjarnan fá meira af svona myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög fín mynd . Ég viðurkenni þó að hún er með dálítið undarlegan söguþráð . Freeman , Rock , Zellwegger , eru mjög góð en ´mér þótti Greg Kinnear frekar slappur . Óvenjuleg mynd og skemmtileg fyrir alla þá sem hafa gaman að skrítum söguþráð .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd þunnur þrettándi. Söguþráðurinn frekar þunnur og leikur allur frekar tilgerðarlegur. Zellweger er ansi svipuð mynd eftir mynd svona lítill sætur vælukjói. Morgan Freeman hvað er hann að reyna að sanna þarna ég spyr.Örugglega hans slakasta frammistaða til þessa. Rock á að vera eingöngu í yfirdrifnum gamanmyndum þar sem vélbyssukjafturinn á honum fær að njóta sín. Hann er á alltof lágum nótum hér. Aukaleikarar eru flestir góðir og hala þessari stjörnu inn. Maður hefur á tilfinnungunni að nú sé verið að nota Zellweger í sem flestar myndir meðan vinsældir hennar standa sem hæst. Vonandi fer hún að verða vandlátari á hlutverkin...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst við betri mynd en varð þegar ég sá hvaða leikarar léku í henni. En myndin er bara drasl!!! Ég man ekki eftir Morgan Freeman svona lélegum en Reneé Zellweger er ágæt meðan hún ofleikur ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er snilldar mynd. Fjallar um Betty, konu sem verður vitni að því á meðan hún er að horfa á uppáhaldsþættina sína að tveir menn drepa manninn hennar. Svo fer hún í burtu til að forðast morðingjana og að leita að ástinni sinni sem er leikari sem hún heldur að sé raunverulegur læknir. Ég hef aldrei séð Renée Zellweger í betra hlutverki nema þessari. Morgan Freeman og Chris Rock eru líka mjög góðir í sínum hlutverkum. Takið þessa strax á leigu, ef þið eruð ekki búin að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn