Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Ladies Man 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Hann er flottur. Hann er kroppur. Hann er algjör toppur.

84 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 22
/100

Útvarpsmaðurinn Leon Phelps fær reisupassann frá útvarpsstöðinni sinni í Chicago, ásamt framleiðanda sínum Julie, fyrir lostafullt tal. En um það sama leiti, þá gerast tveir hlutir: hann fær bréf frá auðugri fyrrum ástkonu sem lofar að sjá um hann ( en hún skrifar ekki rétt nafn sitt undir, þannig að Leon, sem er forfallinn kvennamaður, hefur ekki hugmynd... Lesa meira

Útvarpsmaðurinn Leon Phelps fær reisupassann frá útvarpsstöðinni sinni í Chicago, ásamt framleiðanda sínum Julie, fyrir lostafullt tal. En um það sama leiti, þá gerast tveir hlutir: hann fær bréf frá auðugri fyrrum ástkonu sem lofar að sjá um hann ( en hún skrifar ekki rétt nafn sitt undir, þannig að Leon, sem er forfallinn kvennamaður, hefur ekki hugmynd um hver hún er ), og hópur reiðra kokkálaðra eiginmanna, sem allir hafa komið að eiginkonum sínum í rúminu með Leon ( sem er með mjög einkennandi flúr á rassinum ), er á hælunum á honum, vopnaður og stórhættulegur. Mun hann finna sykurmömmuna, og komast undan reiðu eiginmönnunum? En hvað um Julie?... minna

Aðalleikarar


Þegar ég sá þessa mynd hélt ég að hún væri góð út af því að SNL eru bestu þþættir sem til eru. En ég verð bara að segja að ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum. Ég var mjög spenntur að sjá hvernig Jimmy Fallon stóð sig því hann er besti leikari SNL fyrr og síðar og mér fannst hann standa sig ágætlega en þetta var lélegur söguþráður og bara léleg mynd. Ég verð bara að segja að hún er mjög leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er mikill aðdáandi Saturday Night Live-þáttanna. Þeir eru á meðal besta sjónvarpsefnis sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða, og leikararnir halda yfirleitt áfram á framabraut eftir að þeir hætta. Á meðal þeirra má nefna Chevy Chase, John Belushi, David Spade, Dana Carvey, Mike Myers, Chris Farley, Adam Sandler og Bill Murray. Það er orðin hefð hjá SNL að frumsýna eina bíómynd á ári, byggða á vel þekktum karakter úr þáttunum. Fyrir tveimur árum voru það Butabi-bræðurnir í A Night at the Roxbury og í fyrra var það kaþólska skólastúlkan Mary Katherine Gallagher í Superstar. Nú er komið að kvennabósanum Leon Phelps, sem Tim Meadows hefur leikið undanfarin 7 ár. Meadows hefur aldrei verið á meðal fyndustu eða bestu meðlima þáttarins, og eina ástæða þess að hann fékk þessa mynd var að hann var að hætta hjá SNL. Því miður er útkoman hér ekki jafn skemmtileg og hún hefur oft verið. Leon er mjög einhæfur karakter sem á ekki vel heima í heilli kvikmynd; stundum er 10 mínútna atriði í þættinum of þunnt fyrir hann. Það var því ekki von á góðu hér. "Söguþráðurinn" er eitthvað á þá leið að Leon er rekinn frá útvarpsstöðinni þar sem hann sér um þáttinn The Ladies Man. Hann fær ekki aðra vinnu og þegar ein af hans gömlu kærustum sendir honum bréf um að hún sé rík og vilji hann aftur slær hann til. Hann bara veit ekki hver sendi bréfið - svo leitin hefst. Ekki sérlega matarmikið handrit, og myndin þar af leiðandi þunnur þrettándi. Það skelfilegasta er sennilega vannýtingin á Will Ferrell og Lee Evans, tveimur hæfileikaríkum gamanleikurum. Það má samt hafa gaman af sumu, þ.á m. verulega undarlegu gestahlutverki frá Julianne Moore sem manni finnst engan veginn passa hér inn í. Svo er gamli góði Billy Dee Williams traustur í sínu hlutverki. Ég mæli samt frekar með því að fólk leigi sér gamlar SNL-myndir eins og Blues Brothers, Wayne's World eða jafnvel Coneheads. Þær eru betri en þessi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn