Girlfight (2000)
"Prove them wrong"
Diana er 18 ára og líf hennar er flókið; hún er nálægt því að verða rekin úr miðskóla fyrir slagsmál, móðir hennar er látin, pabbi...
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Diana er 18 ára og líf hennar er flókið; hún er nálægt því að verða rekin úr miðskóla fyrir slagsmál, móðir hennar er látin, pabbi hennar er fýldur og önugur, vinsælu stelpurnar í skólanum pirra hana, og hún veit að karlmenn valda sársauka. Þegar hún sækir yngri bróður sinn í æfingasalinn í Brooklyn þar sem hann stundar hnefaleika til að gleðja föður sinn, þá ákveður hún sjálf að prófa að boxa. Hector, þjálfarinn, samþykkir með semingi að kenna henni. Fljótlega sér hann að Diana býr yfir miklum hæfileikum. Hún eyðir miklum tíma með öðrum hnefaleikamanni, Adrian, sem á kærustu, en Diana heillar hann og hann fær tilfinningar til hennar. Hún þarf einnig að skoða hvernig tilfinningar hennar til hans fara saman með harðri skelinni og kaldhæðnu viðmótinu, sem hún hefur komið sér upp.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (3)
Diana (Michelle Rodriguez) er stelpa af latínsku bergi brotin sem gengur í frekar hrörlegan menntaskóla í hverfi í algjörri niðurníðslu. Krakkarnir í kringum hana eru allir að hugsa um að...















