Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jenny the possesed? Hefði mátt vera betri
Ég fór á Jennifer's Body með ágætis væntingar, hélt að þetta yrði mjög góð hrollvekja en hvað skal segja? Hún er ekkert hrollvekjandi(ég er reyndar ekkert viss um að það hafi verið ætlunin eftir allt saman) og nær aldrei að vera neitt dularfull eða djúp. Hún gerir nokkrar tilraunir til að vera fyndin, stundum tekst það og stundum ekki. Mér fannst myndin aldrei ætla að koma sér af stað, tekur forever að byrja og það er ekki fyrr en í seinni part sem myndin kemst á flug en þá líka tekur fyrirsjáanleikinn við í mörgum senum. Ef ég á að finna eitthvað jákvætt við Jennifer's Body þá verð ég að segja að hún er oft skemmtilega steikt og bærilega vel tekin og fær því eina og hálfa stjörnu fyrir það.
Ég fór á Jennifer's Body með ágætis væntingar, hélt að þetta yrði mjög góð hrollvekja en hvað skal segja? Hún er ekkert hrollvekjandi(ég er reyndar ekkert viss um að það hafi verið ætlunin eftir allt saman) og nær aldrei að vera neitt dularfull eða djúp. Hún gerir nokkrar tilraunir til að vera fyndin, stundum tekst það og stundum ekki. Mér fannst myndin aldrei ætla að koma sér af stað, tekur forever að byrja og það er ekki fyrr en í seinni part sem myndin kemst á flug en þá líka tekur fyrirsjáanleikinn við í mörgum senum. Ef ég á að finna eitthvað jákvætt við Jennifer's Body þá verð ég að segja að hún er oft skemmtilega steikt og bærilega vel tekin og fær því eina og hálfa stjörnu fyrir það.
Já, unglingsárin geta verið hryllileg
Að horfa á Jennifer's Body er eins og að hanga með tveimur viðurstyggilega ólíkum unglingum á sama tíma. Annar getur verið með góðan svartan húmor og skemmtilega nærveru en hinn er stöðugt góður með sig og tautar þreytta frasa sem gefa manni kjánahroll. Myndin heldur að hún sé svo hipp og kúl og hún greinilega vill vera einhvers konar blanda af gamanmynd og hrollvekju, ekki ósvipað og Drag Me to Hell var. Það verður samt að segjast nokkuð slappt þegar áhorfandinn á bágt með að gera sér grein fyrir því hvað á að vera fyndið og hvað er bara hreint út sagt hallærislegt.
Ég verð annars að koma því út að mér finnst Diablo Cody (þ.e. handritshöfundurinn) vera ótrúlega pirrandi stundum. Mér fannst Juno vera ágæt, en hún þjáðist fyrir það að margar persónurnar voru bara óþolandi og hégómafullar. Cody skrifar - bæði í Juno og þessari - sum samtölin eins og hún sé 15 ára stelpa nýkomin með bloggsíðu (hver notar t.d. orð eins og freaktarded?). Hún elskar líka að búa til ný orð og láta persónur sínar tala eins og flestir unglingar óska að þeir myndu gera (með "snappy comebacks" o.fl.). Jennifer's Body hefur sömu vandamál og Juno, bara miklu meira af þeim. Myndirnar eru auðvitað gerólíkar á yfirborðinu en þær eru engu að síður báðar um unglinga, handa unglingum og leggja einnig mikla áherslu á húmor.
Hver einasta persóna í þessari mynd sökkar feitt (og takið eftir hvað ég nota hipp orðaforða, eins og sumir aðrir). Mann langar að kyrkja Megan Fox út alla myndina (ásamt reyndar öðru), Amanda Seyfried öðlast aldrei stuðning áhorfandans og Johnny Simmons reynir sitt best að vera algjör kettlingur á skjánum til að vera viss um að stelpurnar vorkenni sér. En ég veit... þetta eru unglingar, og unglingar eru aldrei þekktir fyrir að vera fullkomnir. En samt, þá er alveg til leið að gera svona persónur áhugaverðar. Tékkið t.d. á Jason Schwartzman í Rushmore eða Jason London í Dazed & Confused. Þeir gátu báðir verið algjörir skíthælar, enda á hápunkti gelgjunnar, en samt hélt maður einhvern veginn upp á þá. Mér finnst Cody vera nánast ófær um að skrifa persónur sem maður vill fylgjast með í meira en þrjár mínútur í einu.
Það er annars athyglisvert að sjá Megan Fox hirða mestalla athyglina í þetta sinn, í staðinn fyrir Optimus Prime eða Simon Pegg. Hún rétt sleppur með það að geta borið þessa mynd, einungis vegna þess að hún leikur algjöra tæfu (sem mér skilst að sé ekkert of ólíkt persónuleika hennar í alvörunni, m.v. sumt sem maður hefur lesið) á mjög sannfærandi hátt. Kynþokki hennar heldur einnig áhuga þeirra sem slefa yfir henni, og er ég sjálfur ekki undantekning þar. Bara verst að titillinn svindli svolítið á manni, en Fox er alveg afskaplega stríðin þegar kemur að því að sýna líkamann aðeins. Myndin er þegar bönnuð innan 17 í Bandaríkjunum fyrir blóð og ofbeldi, hvað er svona að því að leyfa stelpunni að sýna smá hold? Það hefði verið í takt við persónuleika hennar í myndinni. Leikstýran Karyn Kusama hefur mikið feilað á þeirri listrænu ákvörðun.
Húmorinn, þegar hann virkar, getur samt verið helvíti góður stundum, og skemmtilega svartur. Fyndnust var að mínu mati kynlífssenan með Seyfried og Simmons (EKKI J.K. Simmons, athugið!), og línan sem fylgdi eftirá var æðisleg. Nokkur atriði eru m.a.s. í Sam Raimi-dúrnum, sem er alls ekki slæmt, nema handritið er stundum svo kjánalegt að djókurinn deyr fljótt. Tónlistarvalið fannst mér líka oft mátt vera betra, en allir vita að góðar unglingamyndir þurfa að hafa gott úrval af lögum. Það og auðvitað gott samspil leikara, sem er líka fjarverandi hérna. Seyfried fannst mér þó standa sig best af öllum leikurunum. Hún hefur sýnt það áður að hún geti alveg leikið, og þótt persóna hennar hafi verið frekar óspennandi þá virkaði frammistaðan ágætlega.
Ef þú vilt fá að njóta þín og sjá alvöru mixtúru af kvikindislegu gríni og bregðum, þá er Drag Me to Hell mun gáfaðra val. Sú mynd er kannski ekki eins kynþokkafull og ljót og Jennifer's Body, en andrúmsloftið var betra og klárlega handritið líka. Ég fílaði reyndar þennan "girl power" fíling sem var á þessari mynd, og allt í allt þá get ég alveg sagst hafa séð miklu verra á árinu, en það þýðir ekki að hún sé áhorfsins virði samt, nema það sé ekkert betra að finna á vídeóleigunni í fljótu bragði.
5/10
Að horfa á Jennifer's Body er eins og að hanga með tveimur viðurstyggilega ólíkum unglingum á sama tíma. Annar getur verið með góðan svartan húmor og skemmtilega nærveru en hinn er stöðugt góður með sig og tautar þreytta frasa sem gefa manni kjánahroll. Myndin heldur að hún sé svo hipp og kúl og hún greinilega vill vera einhvers konar blanda af gamanmynd og hrollvekju, ekki ósvipað og Drag Me to Hell var. Það verður samt að segjast nokkuð slappt þegar áhorfandinn á bágt með að gera sér grein fyrir því hvað á að vera fyndið og hvað er bara hreint út sagt hallærislegt.
Ég verð annars að koma því út að mér finnst Diablo Cody (þ.e. handritshöfundurinn) vera ótrúlega pirrandi stundum. Mér fannst Juno vera ágæt, en hún þjáðist fyrir það að margar persónurnar voru bara óþolandi og hégómafullar. Cody skrifar - bæði í Juno og þessari - sum samtölin eins og hún sé 15 ára stelpa nýkomin með bloggsíðu (hver notar t.d. orð eins og freaktarded?). Hún elskar líka að búa til ný orð og láta persónur sínar tala eins og flestir unglingar óska að þeir myndu gera (með "snappy comebacks" o.fl.). Jennifer's Body hefur sömu vandamál og Juno, bara miklu meira af þeim. Myndirnar eru auðvitað gerólíkar á yfirborðinu en þær eru engu að síður báðar um unglinga, handa unglingum og leggja einnig mikla áherslu á húmor.
Hver einasta persóna í þessari mynd sökkar feitt (og takið eftir hvað ég nota hipp orðaforða, eins og sumir aðrir). Mann langar að kyrkja Megan Fox út alla myndina (ásamt reyndar öðru), Amanda Seyfried öðlast aldrei stuðning áhorfandans og Johnny Simmons reynir sitt best að vera algjör kettlingur á skjánum til að vera viss um að stelpurnar vorkenni sér. En ég veit... þetta eru unglingar, og unglingar eru aldrei þekktir fyrir að vera fullkomnir. En samt, þá er alveg til leið að gera svona persónur áhugaverðar. Tékkið t.d. á Jason Schwartzman í Rushmore eða Jason London í Dazed & Confused. Þeir gátu báðir verið algjörir skíthælar, enda á hápunkti gelgjunnar, en samt hélt maður einhvern veginn upp á þá. Mér finnst Cody vera nánast ófær um að skrifa persónur sem maður vill fylgjast með í meira en þrjár mínútur í einu.
Það er annars athyglisvert að sjá Megan Fox hirða mestalla athyglina í þetta sinn, í staðinn fyrir Optimus Prime eða Simon Pegg. Hún rétt sleppur með það að geta borið þessa mynd, einungis vegna þess að hún leikur algjöra tæfu (sem mér skilst að sé ekkert of ólíkt persónuleika hennar í alvörunni, m.v. sumt sem maður hefur lesið) á mjög sannfærandi hátt. Kynþokki hennar heldur einnig áhuga þeirra sem slefa yfir henni, og er ég sjálfur ekki undantekning þar. Bara verst að titillinn svindli svolítið á manni, en Fox er alveg afskaplega stríðin þegar kemur að því að sýna líkamann aðeins. Myndin er þegar bönnuð innan 17 í Bandaríkjunum fyrir blóð og ofbeldi, hvað er svona að því að leyfa stelpunni að sýna smá hold? Það hefði verið í takt við persónuleika hennar í myndinni. Leikstýran Karyn Kusama hefur mikið feilað á þeirri listrænu ákvörðun.
Húmorinn, þegar hann virkar, getur samt verið helvíti góður stundum, og skemmtilega svartur. Fyndnust var að mínu mati kynlífssenan með Seyfried og Simmons (EKKI J.K. Simmons, athugið!), og línan sem fylgdi eftirá var æðisleg. Nokkur atriði eru m.a.s. í Sam Raimi-dúrnum, sem er alls ekki slæmt, nema handritið er stundum svo kjánalegt að djókurinn deyr fljótt. Tónlistarvalið fannst mér líka oft mátt vera betra, en allir vita að góðar unglingamyndir þurfa að hafa gott úrval af lögum. Það og auðvitað gott samspil leikara, sem er líka fjarverandi hérna. Seyfried fannst mér þó standa sig best af öllum leikurunum. Hún hefur sýnt það áður að hún geti alveg leikið, og þótt persóna hennar hafi verið frekar óspennandi þá virkaði frammistaðan ágætlega.
Ef þú vilt fá að njóta þín og sjá alvöru mixtúru af kvikindislegu gríni og bregðum, þá er Drag Me to Hell mun gáfaðra val. Sú mynd er kannski ekki eins kynþokkafull og ljót og Jennifer's Body, en andrúmsloftið var betra og klárlega handritið líka. Ég fílaði reyndar þennan "girl power" fíling sem var á þessari mynd, og allt í allt þá get ég alveg sagst hafa séð miklu verra á árinu, en það þýðir ekki að hún sé áhorfsins virði samt, nema það sé ekkert betra að finna á vídeóleigunni í fljótu bragði.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.foxmovies.com/movies/jennifers-body
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
25. september 2009
Útgefin:
3. maí 2010