Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fín afþreyng þessi myndi, hún fjallar um eiturlyfjasmyglara hann Geogre og hans líf. Það var gaman að sjá þessa mynd en eins og ég segi lítið sem situr eftir í manni eftir hana, pínu langdreginn á köflum maður veit ekki hversu mikið er sannsögulegt í þessu en það gerir myndina meira spennandi fyrir vikið að hún á að vera sannsöguleg. En meistari Johnny Depp fer á kostum, hreint sagt stórkostlegur leikari
Sannsöguleg mynd um George Jung sem leikinn er af Johnny Depp.
Fjallar um George Jung og hvernig hann varð stærsti kókaíninnflytjandi í bandaríkjunum á 80' áratugnum og hvernig hann vann sér inn 35 billjón dollara í árstekjur.
Á meðan maður er að horfa á þessa mynd er maður alltaf að velta fyrir sér (Þetta er of ótrúlegt til að vera satt) en þetta er víst allt satt.
Fín mynd með góðum leikurum.
Hörkugóð mynd sem fjallar um líf eins mesta eiturlyfjasmyglara Bandaríkjanna, George Jung. Myndin er sannsöguleg og skartar stórstjörnunum Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum og finnst mér þau leika þetta bara fanta vel. Þó gerðist það á köflum að ekkert virtist ætla að gerast í myndinni og varð hún hálf langdregin þegar ég sá hana fyrst, en hún varð strax betri í seinna skiptið enda er hún full af spennu og drama . Myndin er mjög skemmtileg og spennandi og mæli ég eindregið með henni.
Mjög góð mynd í alla staði.Vel leikin og góður söguþráður.Depp sýnir hér einn ganginn hversu góður leikari hann er.Hann er virkilega sannfærandi.Einnig fannst mér Cruz komast vel frá sínu.Í þessari mynd er vel lýst hvernig fíknefnaheimurinn stjórnar öllum sem nálægt honum koma.Pottþétt afþreying.
Ég hef líklegast farið á hana í röngum pælingum, því að ég var að fara sjá grín mynd en allt kom fyrir ekki og útkoman varð endurtekin drama útgáfa af Íslenska drauminum. Hann meikar það - fer í fangelsi og aftur og aftur mæli eindregið ekki með henni fyrir alla karlamenn yngri en 18 ára. Auk þess gefur hún ranga mynd af eiturlyfjum og eiturlyfjasölu og lætur þetta allt líta út mjög kúl -og það er ein af aðal ástæðunum afhverju hún fær ekki einu sinni EINA stjörnu hjá mér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Cinema
Kostaði
$53.000.000
Tekjur
$83.282.296
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
11. maí 2001
VHS:
30. október 2001