Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Auðgleymd en mjög vel gerð
Nicholas Cage og Penèlope Cruz eru nokkuð sæt saman í þessari ágætu mynd frá sama manninum og færði okkur hina ofmetnu Shakespeare in Love. Eftir að hafa séð hinn væmna trailer fyrir myndina hafði ég svo litla sem enga löngun til að sjá hana, en einhvern veginn asnaðist ég til að fara á hana, og hún kom mér reyndar þokkalega á óvart.
Það jákvæðasta sem ég hef að segja um þessa mynd er að myndatakan er alveg hreint stórkostleg. Stríðssenurnar voru einnig mjög flottar og leikararnir bara passlegir sem skraut. Enginn sýndi neinn Óskarsleik, en það breytir því ekki að allir hafi staðið sig með prýði. Mér hefur reyndar oftast þótt Cage standa sig betur í dramahlutverkunum, eins og t.d. Leaving Las Vegas og líka í hinni vanmetnu Bringing Out the Dead. Í þessari mynd stóð hann sig eins og hetja... eða a.m.k. stríðshetja, ítalski hreimurinn hans var einnig nokkuð góður. Penèlope Cruz hafði aldrei áður verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér (a.m.k. þegar hún talar ensku) en hún var mjög sannfærandi hér. John Hurt og Christian Bale (sem mér finnst alltaf eftirminnilegastur sem sækóinn úr American Psycho) gerðu líka sitt besta með það litla sem þeir höfðu.
Captain Corelli´s Mandolin var bara nokkuð notaleg mynd þótt hún eigi strax eftir að gleymast um leið og maður fer að hugsa um sterkari myndir sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Ég læt hana sleppa með sexu.
Nicholas Cage og Penèlope Cruz eru nokkuð sæt saman í þessari ágætu mynd frá sama manninum og færði okkur hina ofmetnu Shakespeare in Love. Eftir að hafa séð hinn væmna trailer fyrir myndina hafði ég svo litla sem enga löngun til að sjá hana, en einhvern veginn asnaðist ég til að fara á hana, og hún kom mér reyndar þokkalega á óvart.
Það jákvæðasta sem ég hef að segja um þessa mynd er að myndatakan er alveg hreint stórkostleg. Stríðssenurnar voru einnig mjög flottar og leikararnir bara passlegir sem skraut. Enginn sýndi neinn Óskarsleik, en það breytir því ekki að allir hafi staðið sig með prýði. Mér hefur reyndar oftast þótt Cage standa sig betur í dramahlutverkunum, eins og t.d. Leaving Las Vegas og líka í hinni vanmetnu Bringing Out the Dead. Í þessari mynd stóð hann sig eins og hetja... eða a.m.k. stríðshetja, ítalski hreimurinn hans var einnig nokkuð góður. Penèlope Cruz hafði aldrei áður verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér (a.m.k. þegar hún talar ensku) en hún var mjög sannfærandi hér. John Hurt og Christian Bale (sem mér finnst alltaf eftirminnilegastur sem sækóinn úr American Psycho) gerðu líka sitt besta með það litla sem þeir höfðu.
Captain Corelli´s Mandolin var bara nokkuð notaleg mynd þótt hún eigi strax eftir að gleymast um leið og maður fer að hugsa um sterkari myndir sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Ég læt hana sleppa með sexu.
John Madden er lítt þekktur leikstjóri en hann kemur þó sterkur hér með áhrifaríka mynd með þeim Nicolas Cage og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Captain Corelli´s Mandolin er EKKI mynd til þess að fara í bíó á en ágætis væmni fylgir henni þó. Takið þessa á spólu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.miramax.com/movie/captain-corellis-mandolin
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. október 2001