Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Captain Corelli's Mandolin 2001

(Captain Corellis Mandolin)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. október 2001

131 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Árið 1941 hertekur Ítalía Grikkland í bandalagi við Þýskaland. Á afvikinni grískri eyju er ítalskt herlið sett á land til að viðhalda aga. Ítalskur foringi, Corelli, vill halda góðu sambandi við Grikkjana og tekur þátt í tónlistarhátíðum, og gerir sér dælt við dóttur læknisins á staðnum. Árið 1943 gefst Ítalía upp fyrir Bandamönnum. Allt breytist... Lesa meira

Árið 1941 hertekur Ítalía Grikkland í bandalagi við Þýskaland. Á afvikinni grískri eyju er ítalskt herlið sett á land til að viðhalda aga. Ítalskur foringi, Corelli, vill halda góðu sambandi við Grikkjana og tekur þátt í tónlistarhátíðum, og gerir sér dælt við dóttur læknisins á staðnum. Árið 1943 gefst Ítalía upp fyrir Bandamönnum. Allt breytist og nú þarf Corelli að verja eyjuna fyrir þýskum innrásarher.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Auðgleymd en mjög vel gerð
Nicholas Cage og Penèlope Cruz eru nokkuð sæt saman í þessari ágætu mynd frá sama manninum og færði okkur hina ofmetnu Shakespeare in Love. Eftir að hafa séð hinn væmna trailer fyrir myndina hafði ég svo litla sem enga löngun til að sjá hana, en einhvern veginn asnaðist ég til að fara á hana, og hún kom mér reyndar þokkalega á óvart.

Það jákvæðasta sem ég hef að segja um þessa mynd er að myndatakan er alveg hreint stórkostleg. Stríðssenurnar voru einnig mjög flottar og leikararnir bara passlegir sem skraut. Enginn sýndi neinn Óskarsleik, en það breytir því ekki að allir hafi staðið sig með prýði. Mér hefur reyndar oftast þótt Cage standa sig betur í dramahlutverkunum, eins og t.d. Leaving Las Vegas og líka í hinni vanmetnu Bringing Out the Dead. Í þessari mynd stóð hann sig eins og hetja... eða a.m.k. stríðshetja, ítalski hreimurinn hans var einnig nokkuð góður. Penèlope Cruz hafði aldrei áður verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér (a.m.k. þegar hún talar ensku) en hún var mjög sannfærandi hér. John Hurt og Christian Bale (sem mér finnst alltaf eftirminnilegastur sem sækóinn úr American Psycho) gerðu líka sitt besta með það litla sem þeir höfðu.

Captain Corelli´s Mandolin var bara nokkuð notaleg mynd þótt hún eigi strax eftir að gleymast um leið og maður fer að hugsa um sterkari myndir sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni. Ég læt hana sleppa með sexu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

John Madden er lítt þekktur leikstjóri en hann kemur þó sterkur hér með áhrifaríka mynd með þeim Nicolas Cage og Penelope Cruz í aðalhlutverkum. Captain Corelli´s Mandolin er EKKI mynd til þess að fara í bíó á en ágætis væmni fylgir henni þó. Takið þessa á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn