Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er að mínu mati alger snild. Loksins gerði einhver grín af illa talsettum bardagamyndum svo um munaði. Það er alveg sama hversu oft ég horfi á þessa mynd ég ligg alltaf í hláturs krampa. Ending myndarinnar er alveg ótrúleg og ef þú ert opinn fyrir humor líkt og er í naked gun myndunum þ.e.a.s. alveg sama hversu vitlaust það er, látum það flakka humor, þá er þessi mynd ábyggilega með þeim bestu. En ég vill líka benda á það að þessi mynd er fyrir sumum alger þvæla og það er ekkert að því svo sem en gallinn er bara sá að þeir falla í þá gryfju að taka myndina allt of alvarlega. Þegar horft er á þessa mynd þá á viðkomandi að hafa það fast í huga að þetta er bara heilalaust grín og líkt og í teiknimyndunum þá er allt leyfilegt svo langt sem það nær. Góða skemmtun.
Mér finnst þessi mynd vera skemmtileg og fyndin mynd mörgum sem ég þekki gefa henni 3 og 1/2 stjörnu.Það var 1 atriði sem mig fannst fáranlegt það var byrjunin.Mér fannst fáranlegt að lítið barn gat ráðið við fullorðinn mann.Ég myndi gefa þessari mynd 9 stjörnur af 10 mögulegum ef það væri hægt að gefa myndum 10 stjörnur.
Hver fjármagnaði þetta??
Alveg ferlega var þetta vond og kvalarmikil bíómynd, og hefur hún betri líkur á því að koma ælunni upp úr áhorfendum í stað hláturs.
Hún gengur út á það að gert er hér grín að Asískum slagsmálamyndum og 'gæðum' þeirra, þ.e.a.s. plottið, leikurinn og bjánalegu raddsetningarnar. En það sem Kung Pow áttar sig ekki alveg á, er að þessar erlendu kung-fu myndir voru eimmitt sjálfar drephlægilegar óviljandi vegna slíkra galla (þá sérstaklega talsetningin), en Kung Pow notfærir sér allt svoleiðis en hún fellur svoleiðis kylliflöt vegna þess að hún er að reyna að vera fyndin viljandi, sem er varla hægt með svona efni.
Jú, þetta er skondið fyrstu 10 mínúturnar en svo fer þetta að vera þreytandi, og bara jafnvel óþolandi, leiðinlegt og helvíti langdregið. Steve Oedekerk (sem hefur gert nokkrar fínar myndir í gegnum sína tíð; Nothing To Lose og Ace Ventura 2) tekst heldur ekki að gera neitt annað en að gera sig að fífli út af þessu öllu saman, og maður má m.a.s. vorkenna honum vegna hversu lágt niður hann er kominn.
Ég segi þetta sem viðvörun: EKKI sjá þessa mynd!!! Því það eru örugglega svona 95% líkur á því að þú sjáir eftir því (og ef ekki, þá skaltu leita þér aðstoðar).
2/10
Alveg ferlega var þetta vond og kvalarmikil bíómynd, og hefur hún betri líkur á því að koma ælunni upp úr áhorfendum í stað hláturs.
Hún gengur út á það að gert er hér grín að Asískum slagsmálamyndum og 'gæðum' þeirra, þ.e.a.s. plottið, leikurinn og bjánalegu raddsetningarnar. En það sem Kung Pow áttar sig ekki alveg á, er að þessar erlendu kung-fu myndir voru eimmitt sjálfar drephlægilegar óviljandi vegna slíkra galla (þá sérstaklega talsetningin), en Kung Pow notfærir sér allt svoleiðis en hún fellur svoleiðis kylliflöt vegna þess að hún er að reyna að vera fyndin viljandi, sem er varla hægt með svona efni.
Jú, þetta er skondið fyrstu 10 mínúturnar en svo fer þetta að vera þreytandi, og bara jafnvel óþolandi, leiðinlegt og helvíti langdregið. Steve Oedekerk (sem hefur gert nokkrar fínar myndir í gegnum sína tíð; Nothing To Lose og Ace Ventura 2) tekst heldur ekki að gera neitt annað en að gera sig að fífli út af þessu öllu saman, og maður má m.a.s. vorkenna honum vegna hversu lágt niður hann er kominn.
Ég segi þetta sem viðvörun: EKKI sjá þessa mynd!!! Því það eru örugglega svona 95% líkur á því að þú sjáir eftir því (og ef ekki, þá skaltu leita þér aðstoðar).
2/10
Ég sá Kung Pow fyrir viku og ákvað að bíða með að tjá mig um hana til að sjá hvort hún batnaði í minninu eftir því sem frá leið. Hið öfuga gerðist, og ég hef enn minna álit á henni núna en ég gerði til að byrja með. Þetta er einhver sorglegasta kvikmynd sem ég hef á ævi minni séð og vonandi þarf ég aldrei að sitja undir svona aftur. Hugmyndin er ekkert slæm. Handritshöfundurinn og leikstjórinn Steve Oedekirk lætur sitja sig stafrænt inn í eldgamla kínverska hasarmynd og breytir söguþræðinum með því að tala yfir upprunalegu leikarana. Því miður er úrvinnslan hræðileg. Ég hef aldrei séð svona marga bíógesti ganga út úr salnum í miðri mynd. Ef Kung Pow verður ekki á lista yfir verstu myndir ársins 2002 þegar það verður gert upp má ég hundur heita. Hörmung!
Myndin gerir grín að svokölluðum Martial arts myndum í Naked gun stíl. Hún tekur margar senur úr kínverskri mynd frá árinu 1976 að nafni Hu He Shuang Xing eða Tiger & Crane fists á enskunni. Öll atriðin sem þeir tóku úr henni döbbuðu þeir, á þann hátt að röddin og varirnar pössuðu aldrei saman og slepptu stundum að tala þegar raddir persónanna hreyfast.
Myndin er leikstýrð og skrifuð af Steve Oedekerk, sem er einnig aðalleikari myndarinnar.
Söguþráðurinn er sá að fjölskylda aðalpersónunar (Oedekerk), sem ég man ekki alveg hvað heitir, er drepin þegar hann er einungis ungabarn, myndin gengur út á það að Oedekerk ætlar að finna og drepa þann sem drap fjölskylduna.
Á leiðinni hittir hann margt fólk, og hann berst við 90% þeirra. Hann finnur einnig út að hann sé The chosen one.
Ég gat ekki beðið eftir að myndin kláraðist en ég hló samt næstum alla myndina. Ef ykkur fannst Naked gun myndirnar góðar mun ykkur líka ágætlega þessi, en hún nær ekki næstum jafnmiklum og góðum húmor og þær myndir hafa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
20th Century Fox
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
VHS:
8. febrúar 2000
- Ling: He was my father my entire life, we were friends, I loved him, and now he's dead - except for his hari and nails - dead. Waaah!