Náðu í appið
Changing Lanes

Changing Lanes (2002)

"An ambitious lawyer, a desperate father, they had no reason to meet, until today,"

1 klst 38 mín2002

Lögfræðingur sem er að flýta sér í dómsal til að undirrita lögfræðileg skjöl sem hafa með marg milljóna dollara sjóð að gera, klessir óvart á...

Rotten Tomatoes77%
Metacritic69
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Lögfræðingur sem er að flýta sér í dómsal til að undirrita lögfræðileg skjöl sem hafa með marg milljóna dollara sjóð að gera, klessir óvart á tryggingasölumann og alkóhólista, sem er einnig á leiðinni í flýti í dómsal vegna forræðis yfir börnum sínum. Lögfræðingurinn fer af slysstað og skilur sölumanninn eftir, sem verður til þess að hann missir af forræðisviðtalinu. Eftir áreksturinn þá missti lögfræðingurinn óvart skjöl sem hann þurfti að nota í réttinum. Dómarinn gefur honum frest út þann dag til að koma með skjölin, og nú hefst kattar og músarleikur á milli aðilanna. Eftir nokkrar uppákomur fara þeir að velta fyrir sér hvað þeir eru að gera og lífi sínu almennt. Að lokum fara báðir að skilja hvað er mikilvægast í lífinu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Paramount PicturesUS
Scott Rudin ProductionsUS
Senator InternationalUS

Gagnrýni notenda (12)

Örugglega eitt af lélegustu spennumyndum sem ég hef séð. Ben Affleck leikur lögfræðing sem þarf að fara í mikilvægt mál en hittir mann (Samuel L. Jackson) og hann þarf að fara líka í ...

Er ekki allt í orden? greinilega ekki, þessi mynd er ekki þess virði að eyða einni einustu mínútu í!!!! Bensi karlinn ætti bara að halda sig við að verða blindur nágungi því hann skil...

★★★★☆

Þessi kom bara skemmtilega á óvart. Ég bjóst ekki við miklu en svo reyndist þetta vera ljómandi góð og vel gerð afþreying. Myndin er reyndar á köflum eilítið þunn en það er bætt up...

Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þessa mynd. Leit yfir úrvalið og þessi varð fyrir valinu. Kom inn með engar væntingar í garð myndarinnar og grófa hugmynd um hvað hún fjallaði og f...

★★★☆☆

Afskaplega lítt merkileg mynd. Ég segi bara eins og persónan sem Jackson leikur í myndinni: 'I want my time back!'...

★★★☆☆

Langdregin en góð mynd sem gerist margt skemtilegt í en ekkert sem ekki var búið að sína í treilernum.

Hér er um að ræða óhefðbundna kvikmynd sem erfitt er að flokka, en hlýtur þó helst að teljast drama frekar en nokkuð annað. Tveir ólíkir New York búar, Gavin (Ben Affleck) sem er ríku...

Þetta er í rauninni eins mikil jaðarmynd og mainstream Hollywood mynd getur orðið. Hún er vel leikin af þeim Samuel L. Jackson sem gæti ekki leikið illa þó hann reyndi, og Ben Affleck sem m...

Changing Lanes er raunsæismynd og það ótrúlega góð, mjög vel leikin og flott myndataka sem fær mann til þess að vera meiri þáttakandi í atburðarrásini. Myndin er um tvo menn, annars...

Í byrjun kvikmyndarinnar Changing Lanes eru þeir Gavin Banek (Ben Affleck) og Doyle Gipson (Samuel L. Jackson) á leiðinni í réttarsalinn. Gavin er með nokkur gögn með sér sem hann þarf að ...

★★★★☆

Changing lanes er um vel leikin mynd enda ekki við öðru að búast frá Samuel L Jackson og Ben Affleck. Söguþráðurinn er góður en lítið er um hasar og klám. Jackson er að reyna að fá f...