Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Gemsar 2002

(Made in Iceland)

Justwatch

Frumsýnd: 1. febrúar 2002

Allt sem þú veist ekki um unglinga, og vilt ekki vita!

85 MÍNÍslenska

Eða hvað? Gemsar segir þér allavega sannleikann og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ein nótt. Einn dagur og önnur nótt í lífi nokkurra krakka í Breiðholti. Það er auðvitað partý. Miðbæjarfyllerí og árekstrar við skilningslausa foreldra og ökukennara sem er algjör fokkings pervert. Viltu vita meira? Í þessari fyrstu kvikmynd rithöfundarins Mikaels Torfasonar... Lesa meira

Eða hvað? Gemsar segir þér allavega sannleikann og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ein nótt. Einn dagur og önnur nótt í lífi nokkurra krakka í Breiðholti. Það er auðvitað partý. Miðbæjarfyllerí og árekstrar við skilningslausa foreldra og ökukennara sem er algjör fokkings pervert. Viltu vita meira? Í þessari fyrstu kvikmynd rithöfundarins Mikaels Torfasonar (Falskur fugl og Heimsins heimskasti pabbi) er sögð saga unglinga í Reykjavík, af unglingum, fyrir unglinga. Þetta er raunsæ mynd en umfram allt leikur svartur húmorinn við hverja sekúndu og tónarnir sem hljóma eru rjóminn af því besta sem er að gerast í íslenskri tónlist.... minna

Aðalleikarar


Gemsar er virðingarverð tilraun til að gera öðruvísi mynd en því miður mistekst það. Af hverju? Jú, hún á að draga upp raunsæja mynd af lífi unglinga en það bara tekst ekki. Í staðinn verður þetta allt saman einn hrærigrautur. Myndin fjallar um hóp unglinga og fylgjumst við með þeim í einn sólarhring. Ekki er hægt að taka út neina eina aðalpersónu, allir virðast hafa svipað vægi.Mikael Torfason virðist gera ráð fyrir því að það eina sem unglingar hugsa um er kynlíf, áfengi og dóp. Það er bara ekki svoleiðis. Leikararnir standa sig samt með ágætum. Eini ljósi punkturinn við þessa mynd eru samskipti foreldra og unglinganna. Það er nokkuð vel útfært. Mikael Torfason hefur sjálfsagt haft kvikmyndina KIDS í huga þegar hann gerði þessa mynd. Sú mynd var afar vel heppnuð en er bara ekki að virka hér.

P.s. fyrir hvern er þessi mynd eiginlega? Hún er bönnuð fyrir 16 ára og yngri og mér fannst hún ætti að höfða til 14 - 16 ára unglinga.Kannski er ég bara svona gamaldags en allavega þá er þetta ekki áhugaverð kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er unglingur bara svo að það komi skýrt fram! Jú og ég þekki líka nokkra!Ég fór lika með nokkrum á myndina og þau voru öll sammála mér. Ef eyða á filmu er þá ekki hægt að gera eitthvað alminnilega?

Myndin gefur afskræmda mynd af unglingum í dag og lætur okkur líta út sem vitlusa dópista sem hafa enga dómgreind,og þau eru öll mjög þunglynd. Strákarinir lifi ekki daginn af án kynlífs og geri hvað sem er til að afla sér þess og að stelpur séu ekkert nema undirlægjur sem geri hvað sem er til þess að fá áfengi eða strák.þeir sem ekki falla undir þennan hóp eru nördar og krakkar sem standa sig, og það er auðvitað Ömurlegt! Ég er ekki að segja að á Íslandi séu ekki unglinar sem eiga við alvarleg vandamál að stríða en þð er mjög mikill minnihluta hópur, hans saga þarf auðvitað að vera sögð en er þá ekki hægt að gera það alminnilega?

Eina manneskjan sem stendur sig þarna er hann Andri Ómars. Hann er trúr karakternum... hefði reyndar mátt fá skárra hlutverk en hann stendur sig.

Eina stjarnan sem þessi mynd fær er hálf og hann á hana!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja hérna. 'Eg verð nú að vera sammála fleirum um að þetta sé mjög vond mynd og ein sú allra versta sem ég hef séð. 'Eg var ekkert búin að lesa um myndina áður en ég fór, en hafði séð umfjöllun um hana í sjónvarpinu og hélt að hér væri einhver svaka mynd á ferðinni. 'Eg vorkenni manninum sem bjó þetta til og lét það frá sér. Kannski er ástæðan sú að ekkert nýtt kom þarna fram og ekkert kom á óvart. 'Eg er ekki sammála því að þetta sé eftirherma af Kids það var góð og raunsæ mynd, sem var vel skrfuð og vel leikin. 'I Gemsum fer lítið fyrir leikhæfileikum þeirra sem þar koma fram og tala. 'Eg var einhvern veginn að vona að maður fengi að sjá eitthvað krassandi en því miður leiddist mér, og það gerist mjög sjaldan í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd og var eiginlega í vafa. Ég vissi ekki hvort hún væri góð eða slæm. Þessi mynd hefur fengið mjög misjafna dóma, bæði mjög góða og svo mjög slæma!


Myndin fjallar í grófum dráttum og unglinga og vandamál þeirra, eins og Kids. Kids var samt miklu betri og Gemsar er í raun bara léleg eftirherma af henni. Þessi mynd sýnir kannski veruleika einhverra íslenskra unglinga, en það lifa ekki allir svona lífi, sem betur fer.


Hálfa stjarnan sem myndin fær er vegna Gulla og Dodda sem stóðu sig prýðilega i sínum hlutverkum og eiga hrós skilið þrátt fyrir lélega mynd. Þeir að mér fannst björguðu myndinni frá því að vera hörmung.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aldrei hélt ég að ég myndi sjá verri íslenska kvikmynd heldur en Nei Er Ekkert Svar. Það gerðist þó þegar ég fór að sjá kvikmynd Mikaels Torfasonar, Gemsar. Myndin er svo frámunalega léleg, samhengislaus, illa leikin, illa gerð og leiðinleg að það nær engu tali. Persónur myndarinnar segja eitt, og gera annað. Tökum dæmi: Doddi er annaðhvort fínn strákur (samkvæmt viðtölunum á milli atriða) , eða hann er barinn fyrir að vilja ekki drekka. Þeir spila hlutverkaspil í bílskúrnum hjá honum, eða senda hann í partí sem er ekki til. Bíddu nú hægur, þetta passar ekki saman. Kristín ætlar að sofa hjá einum stráknum, en þegar hann er ekki með smokk, þá þolir hún hann ekki og kallar hann öllum illum nöfnum og hatar hann það sem eftir er af myndinni. Af hverju? Hún hleypur burtu úr apóteki af því að mamma stráks sem hún þekkir varla vinnur þar. Síðan býður hún þessum dreng sem hún þekkir varla að sofa hjá sér. Af hverju? Öll hegðun persóna í myndinni er gjörsamlega óskiljanleg. Gamli perrinn ýmist fiktar við unga stráka eða nauðgar ungum stúlkum. Hvað er hann? steríótýpa fyrir alla ógeðslega kalla kannski. Hann er að minnsta kosti ekki gerður að persónu. Allt er svo ódýrt í þessari mynd, og hún hefur í raun engan söguþráð og ekkert upp á að bjóða nema sóðalegar samræður í boði Hr. Torfasonar. Forðist þessi ömurlegheit fyrir alla muni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010!

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að búa ...

22.02.2011

TÍAN: Bíóárið 2010

Betra seint en of seint. Mér hefur alltaf fundist þægilegra að gera topplista yfir bestu myndir ársins sem var að líða í kringum febrúar-mars í staðinn fyrir áramótin eins og flestir gera. Það fylgir því bara að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn