Náðu í appið
The Big Blue

The Big Blue (1988)

Le grand bleu

"The sea has a secret."

1 klst 59 mín1988

Enzo og Jacques hafa þekkst lengi.

Rotten Tomatoes62%
Metacritic35
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Enzo og Jacques hafa þekkst lengi. Vinátta þeirra hófst þegar þeir voru börn að aldri og bjuggu við Miðjarðarhafið. Þeir voru engir bestu vinir í þá daga, en þeir áttu eitt áhugamál sameiginlegt sem var köfun. Dag einn deyr faðir Jacques, sem var kafari einnig, í Miðjarðarhafinu. Eftir slysið fjarlægjast drengirnir hvorn annan Mörgum árum síðar þegar drengirnir eru orðnir fullorðnir, þarf Johanna, starfsmaður í öryggisskrifstofu, að fara til Perú. Þar hittir hún Jacques sem vinnur þar fyrir hóp vísindamanna. Hann kafar í nokkrar mínútur í ísköldu vatni, og síðan mæla vísindamennirnir líkamlegt ástand hans, sem virðist vera líkara höfrungi en manni. Johanna trúir vart eigin augum og fær mikinn áhuga á Jacques, en á erfitt með að kynnast honum. Nokkrum vikum síðar, þegar hún er aftur komin heim og inn á skrifstofuna, þá tekur hún eftir auglýsingu um köfunarkeppni sem á að fara fram í Taormina ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

GaumontFR
Les Films du LoupFR

Verðlaun

🏆

Vann Cesar verðlaun fyrir besta hljóð og bestu tónlist.

Gagnrýni notenda (2)

Aaaaahhhh þessi er yndisleg.. hægt að horfa á hana aftur og aftur.. seiðandi söguþráður og frábær tónlist.. maður verður eitthvað svo dreyminn eftir að hafa horft á þessa :) Meistara...

★★★★★

Stórkostleg. Frábærar tökur í fallegu umhverfi og yndisleg tónlist eftir Eric Serra. Verður að sjá lengri útgáfuna.