Aaaaahhhh þessi er yndisleg.. hægt að horfa á hana aftur og aftur.. seiðandi söguþráður og frábær tónlist.. maður verður eitthvað svo dreyminn eftir að hafa horft á þessa :) Meistara...
The Big Blue (1988)
Le grand bleu
"The sea has a secret."
Enzo og Jacques hafa þekkst lengi.
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Enzo og Jacques hafa þekkst lengi. Vinátta þeirra hófst þegar þeir voru börn að aldri og bjuggu við Miðjarðarhafið. Þeir voru engir bestu vinir í þá daga, en þeir áttu eitt áhugamál sameiginlegt sem var köfun. Dag einn deyr faðir Jacques, sem var kafari einnig, í Miðjarðarhafinu. Eftir slysið fjarlægjast drengirnir hvorn annan Mörgum árum síðar þegar drengirnir eru orðnir fullorðnir, þarf Johanna, starfsmaður í öryggisskrifstofu, að fara til Perú. Þar hittir hún Jacques sem vinnur þar fyrir hóp vísindamanna. Hann kafar í nokkrar mínútur í ísköldu vatni, og síðan mæla vísindamennirnir líkamlegt ástand hans, sem virðist vera líkara höfrungi en manni. Johanna trúir vart eigin augum og fær mikinn áhuga á Jacques, en á erfitt með að kynnast honum. Nokkrum vikum síðar, þegar hún er aftur komin heim og inn á skrifstofuna, þá tekur hún eftir auglýsingu um köfunarkeppni sem á að fara fram í Taormina ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Vann Cesar verðlaun fyrir besta hljóð og bestu tónlist.
Gagnrýni notenda (2)
Stórkostleg. Frábærar tökur í fallegu umhverfi og yndisleg tónlist eftir Eric Serra. Verður að sjá lengri útgáfuna.





















