Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bulletproof Monk 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. apríl 2003

A power beyond measure requires a protector without equal.

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Dularfullur nafnlaus munkur hefur í 60 ár þvælst um heiminn til að vernda gamalt handrit - sem býr yfir lyklinum að ótakmörkuðum völdum. Núna þarf munkurinn að finna nýjan verndara. Kar er ekki sá líklegasti í starfið, ungur götustrákur, sem hefur mestan áhuga á eigin ágæti. En þegar hann bjargar skothelda munkinum dag einn, þá taka þeir tveir höndum... Lesa meira

Dularfullur nafnlaus munkur hefur í 60 ár þvælst um heiminn til að vernda gamalt handrit - sem býr yfir lyklinum að ótakmörkuðum völdum. Núna þarf munkurinn að finna nýjan verndara. Kar er ekki sá líklegasti í starfið, ungur götustrákur, sem hefur mestan áhuga á eigin ágæti. En þegar hann bjargar skothelda munkinum dag einn, þá taka þeir tveir höndum saman, til að passa að handritið lendi ekki í röngum höndum. ... minna

Aðalleikarar


Bulletproof munk er mynd sem maður má gleyma og sleppa því að sjá hún er hrillilega léleg.

Handritið er skelfilegt það sama á við um fáranlegann söguþráð og leik og tæknibrellurnar eru ekki mjög góðar.

Smáþjöfur sem eyðir öllum sínum tíma í að stela og hanga á götunum hittir munk sem er hefur ekkert elst síðan seinari heimsstyrjöldinni saman berjast þeir ásamt dóttur Rússnesks Mafíaósa við nasistaforingja sem vill fá völd yfir öllum heiminum og ætlar að yngja sig í leiðinni.

Held að þetta rusl fjalli um þetta og mér bara drullusama.

Þessi mynd hefði ekki átt að vera gerð.

Bara Bull og klisja


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nei, nei og aftur nei. Hvaða hörmung er þetta? Bulletproof Monk er afskaplega vonlaus kvikmynd sem tekur sjálfan sig allt of hátíðlega og er ekki í neinu sambandi við það sem kallast röklegt samhengi því þessi endemis vitleysa gengur engan vegin upp. Myndin fjalla um munk (Yun-Fat Chow) sem falið er að gæta handrits sem felur það í sér að hver sem kemst yfir það og les það getur öðlast heimsyfirráð. Hver ,,gæslumaður þarf að gæta handritsins í 60 ár. Munkurinn er kominn til Bandaríkjanna og þar sem 60 ár eru liðin þarf hann að finna sinn arftaka. Hann rekst á vandræðapiltinn Kar (Seann William Scott) og sér strax að hann er verðugur arftaki handritsins. Munkurinn þarf að kenna Kar ýmislegt og á vegi þeirra verða svo vondu kallarnir sem vilja handritið. Þessi mynd er hvorki fugl né fiskur. Handritið er svo götótt að það er hlægilegt, hugmyndin er út í hött, leikararnir eru skelfilegir og svona mætti lengi telja. Þessi mynd er vond í alla staði. Forðist þessa.

P.s. hvers vegna var þetta handrit ekki bara brennt til að forðast þetta bölvaða vesen?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í einu orði sagt arfaslök. Það eina jákvæða við þessa mynd er ágætis samleikur Chow yun fat og Seann William Scott. Myndin er þvílíkt bull að það hálfa væri nóg. Hefði virkað betur að sleppa allri alvöru og hafa hana einungis sem grínmynd. Hún er einfaldlega of vitlaus til að geta orðið spennandi. Ég hafði ekki einu sinni gaman af bardagaatriðunum. Þessi Matrix hopp og allt það kjaftæði virka bara ekki í öllum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bulletproof Monk er snildar mynd sem ég mæli eindregið með og hvet ég alla til þess að fara á hana. Myndin fjallar um Tíbetskan munk sem á að vernda bókarollu en þessi bókarolla er ekkert venjuleg bókarolla því sá sem les hana upphátt eignast vald yfir heiminum. Myndin byrjar í lok seinni heimstirjaldarinnar og valda þyrstur Nasisti sem hefur leitað bókarollunnar í mörg ár gerir innrás í munka klaustrið og drepur hann alla munkana nema þann sem verndar bókarolluna vegna þess að hann hlítur verndar bókarinnar og sva 40 árum seinna þegar munkurinn á að afsala valdinu þá birtist gamli nasistin aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fatta ekki hvað er svona slæmt við myndina, í raun er þetta nú bara mjög góð mynd frá upphafi til enda, það mætti halda að sami maðurinn hafi skrifað þessa linka hér á undan. En hvað um það, varðandi Bulletproof monk, hún er góð mynd með góðum tæknibrellum sem ég í raunini fíla alveg geðveikt mikið.. lítum eins á fyrstu matrix myndina þær eru með svona tæknibrellum og ósýnilegum vírum en sá maður svona lélega gagngrýni um þær... Nei það held ég nú ekki. Eins og Tómas sagði Málið með Bulletproof Monk er það að hún hefur ekki hugmynd um hvort hún vilji vera gaman-aksjón í anda Shanghai Knights hann sagði í anda þessarar myndar það er nú bara fáránlegt því sé ég nú engan mun á þessum myndum. Þessi fjallar nú um helga siði og vernda það sem fylgir því, en það sem öllu máli skiptir að Bulletproof monk er mynd sem ég er tilbúinn að horfa á aftur og aftur, því ég veit að margir hafa gaman að svona myndum sem eru með gamansömum og spennandi atriðum í. Ekki sér maður nú betri myndir í bíóum nú á dögum því þær eru yfirleitt gerðar eins og þessi ( Þar er að segja með svona tæknibrellum og því sem fylgir ). Ég ætla að gefa myndinni þrjár og hálfa stjörnu fyrir vel gerðar tæknbrellur og nokkuð almennilegan söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn