Náðu í appið
97
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bad Boys II 2003

(Bad Boys 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. september 2003

147 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 38
/100

Fíkniefnalögreglumennirnir Mike Lowrey og Marcus Burnett leiða sérsveit sem á að rannsaka flæði af alsælu inn í Miami. Leit þeirra leiðir þá á slóð hættulegs eiturlyfjabaróns, Johnny Tapia, en hann ætlar sér að stjórna eiturlyfjasölu í borginni, og hefur komið af stað stríði í undirheimunum. Á sama tíma kviknar ástin á milli Mike og Syd, systur Marcus.

Aðalleikarar

Frábær hasar/grínmynd
Will Smith (I, Robot, Man In Black) og Martin Lawrence (Big Momma's House myndirnar, Wild Hogs) snúa hér aftur sem Marcus Burnett og Mike Lowery. Þessi mynd er fyndnari, hraðari, ofbeldisfyllri og á alla staði betri en sú fyrri.
Michael Bay (Pearl Harbor, Transformers myndirnar) gerði þessa snilld. Hann gerði líka The Rock sem er besta spennu/hasarmyndinn sem ég hef séð.
Þetta er frábær hasar/grínmynd semég get horft á aftur og aftur.

Quote:
Marcus Burnett: That was reckless, that was stupid, and that was dangerous. I'm telling mommy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágætis ræma, en kemst ekki nálægt því að toppa forverann. Spennan í myndinni er alveg ágæt, en það vantar alveg söguna. Hún var engan vegin góð. Svo eru þeir félagar Martin og Will ekki eins fyndir og þeir voru í fyrstu myndinni, það er mitt álit. Svo fannst mér myndin vera einum of löng. En samt fyndnasta atriðið er þegar Martin Lawrence sér rotturnar njóta sín upp á loftinu. Er ekki hægt annað en að hlæja að því atriði. Þrátt fyrir það, er þessi mynd ekkert annað nema miðlungs ræma sem ég mæli ekki með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd af þssum 2 sem hafa verðið gerðar þá er þessi svo miklu betri þessi mynd er bara snild er ekki hæg tað lýsa myndinni mikið betur það eru bara vo flott atriði í myndinni og flottustu atriðin í myndinni eru áhættuatriðinn en allavena þá mæli ég alveg með þessari mynd :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er verri heldur en númer eitt. Það var tvennt gott við hana: Þegar ég tóka hana úr tækinu og lét hugann reika um hvað það væri gott að henda henni í ruslið og kveikja í spólunni. Samræðurnar eru ekki einu sinni svertingjum sæmandi (oft erfitt að skilja þá) og á Martin Lawrence vinninginn í þeim efnum eins og endra nær. Maður skilur bar ekki hvað maðurinn er að segja, og í þau fáu skifti sem að það gerist þá virðist ekkert handrit vera á bakvið það! Myndavélin er ekki kjur í eina sekuntu og ofleikur aðalleikaranna tveggja ÓTRÚLEGUR vægast sagt. Það er ekkert samhengi í sögu myndarinnar og er hún algjörlega stefnuleg. Forðist af meiri alefli heldur en heitan eldinn. OJJJBARAAAA!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bad Boys 2 er að mörgu leiti betri en fyrsta myndin þó að hún hefur fengið verri dóma. Mike (Will Smith) og Marcus (Martin Lawrence) vinna hjá fíkniefnalögreglunni og komast á snoðir um fíkniefnasamsæri og þurfa að finna kauðana og lenda í fyndnum atvikum og miklu ofbeldi. Húmorinn er blanda af aulahúmor og svörtum en þessi mynd er miklu ofbeldisfyllri en fyrsta myndin en fyrir þá sem hafa gaman af B-Myndum ættu að skella sér á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn